Til framtíðar 22. maí 2007 06:00 Fiskveiðistjórnunarkerfið, sem komið var á fyrir rúmum 20 árum, átti að styrkja byggðirnar og vernda fiskinn. Við lögleiðingu þessa kerfis má segja að nútímavæðing sjávarútvegsins hafi hafist og bein afskipti ríkisins fóru minnkandi með hverju árinu sem leið. Í dag er það lögmál frelsisins sem ræður ríkjum með öllum þeim kostum og göllum sem slíku fylgir. Veruleg hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútveginum og hefur það leitt af sér meiri verðmætasköpun og meiri hagnað fyrirtækjanna. Gallar kerfisins eru hins vegar stórkostlegir. Samþjöppunin og hagræðingin hefur komið af stað vítahring þegar kemur að verðlagningu kvóta – og gildir það jafnt um kaup og leigu. Það er hagur kvótaeigandans að hlutabréf hans, sem í þessu tilfelli eru óveiddir fiskar, hækki jafnt og þétt. Þetta hvetur til brasks því enginn ætlar sér að missa af lestinni né detta af baki ef verðin skyldu lækka. Þegar slíkt umhverfi blandast saman við óstöðugleika í efnahagslífinu eins og við höfum gengið í gengum undanfarin ár er voðinn vís. Í dag má segja að útgerðin sé á öldutoppi. Afurðaverð er gott og kvótaverð aldrei hærra. Það eru hins vegar blikur á lofti. Hugsanlegt þykir að Hafró skeri niður hámarksafla næsta ár og krónan fer hækkandi. Það er óheilbrigt að við slíkar aðstæður sitji eitt fyrirtæki í hverju þorpi með allt atvinnulífið á staðnum í höndunum. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 20. maí sl. ber stöðuna á Flateyri í dag saman við stöðuna í Bolungarvík árið 1993 þegar stórveldi EG sigldi í þrot. Vissulega er staðan sambærileg að því leyti að stór hluti bæjarbúa starfaði þá hjá EG líkt og hjá Kambi á Flateyri. Munurinn liggur hins vegar í þeim verðmætum sem liggja í kvótaeigninni og þeirri breytingu sem orðið hefur á veðsetningu og viðskiptum með aflaheimildir. Þeir sem stóðu að EG höfðu ekki í hyggju að leggja upp laupana en neyddust til þess, þeir áttu ekki þá útgönguleið sem blasir við eigendum Kambs. Þeir aðilar eru reyndar enn að starfa við sjávarútveg í Bolungarvík. Málin eru því í raun gjörólík. Annað fyrirtækið varð gjaldþrota á meðan hitt leggur upp laupana og fer út úr greininni með gríðarlega fjármuni vegna sölu aflaheimilda. Það er rétt athugað hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins þegar hann bendir á þá staðreynd að eins sé farið víða um land. Með óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi má búast við því að sagan frá Flateyri endurtaki sig. Kerfið býður upp á þessa útgönguleið sem þýðir að menn geta gengið út með milljarða úr greininni og eftir situr heilt byggðarlag með sárt ennið. Úti um allt land eru strangheiðarlegir útgerðarmenn sem ætla sér fyrst og fremst að gera það sem þeir gera best: að gera út. Þeir nýta aflaheimildir sínar til fulls og eru ábyrgir atvinnurekendur. En það er því miður ekki nóg. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ekki styrkt byggðirnar heldur hefur algjörlega snúist upp í andhverfu sína. Við því verður að bregðast. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að hér sé um eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að ræða. Það þarf að endurvekja þá byggðahugsun sem var hluti af fiskveiðistjórnarkerfinu í upphafi og styrkja forgang fólksins í sjávarbyggðunum til þess að nýta auðlindina sem er hér rétt við bæjardyrnar. Önnur verkefni nýrrar ríkisstjórnar, vegna stöðu Vestfjarða og annarra byggða landsins, snúast um grunnþjónustu. Uppbygging grunnþjónustunnar hefur gengið það hægt á Vestfjörðum að fábreytni í atvinnulífi er staðreynd og ný fyrirtæki þurfa að stíga yfir hærri þröskulda en í öðrum landshlutum vegna ástands fjarskiptamála, lélegs vegakerfis og lélegs raforkukerfis. Þetta er hið raunverulega ástand og það þýðir ekkert að malda í móinn með það – fiskveiðistjórnunarkerfið og seinagangur við uppbyggingu á grunnþjónustunni eru helstu orsakir stöðunnar. Í þeirri stöðu sem nú blasir við á Vestfjörðum þurfa stjórnvöld, auk þess að endurreisa byggðahugsun í fiskveiðistjórnuninni, fyrst og fremst að endurskoða samgönguáætlun frá grunni og hraða þarf verkefnum eins og frekast er unnt. Við jarðgangagerð þarf að hugsa til framtíðar, ekki aðeins til dagsins í dag og því þarf að endurskoða framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu og taka djarfar ákvarðanir. Einnig þarf að huga strax að því að hringtengja rafmagn og setja línur í jörðu. Það er líka kominn tími til að standa við fyrirheit um að íbúar og atvinnulíf hér hafi sambærilegan aðgang að háhraðatengingum og öðrum Íslendingum þykir sjálfsagður. Þessi brýnu verkefni hafa beðið of lengi og ættu að vera efst á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnunarkerfið, sem komið var á fyrir rúmum 20 árum, átti að styrkja byggðirnar og vernda fiskinn. Við lögleiðingu þessa kerfis má segja að nútímavæðing sjávarútvegsins hafi hafist og bein afskipti ríkisins fóru minnkandi með hverju árinu sem leið. Í dag er það lögmál frelsisins sem ræður ríkjum með öllum þeim kostum og göllum sem slíku fylgir. Veruleg hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútveginum og hefur það leitt af sér meiri verðmætasköpun og meiri hagnað fyrirtækjanna. Gallar kerfisins eru hins vegar stórkostlegir. Samþjöppunin og hagræðingin hefur komið af stað vítahring þegar kemur að verðlagningu kvóta – og gildir það jafnt um kaup og leigu. Það er hagur kvótaeigandans að hlutabréf hans, sem í þessu tilfelli eru óveiddir fiskar, hækki jafnt og þétt. Þetta hvetur til brasks því enginn ætlar sér að missa af lestinni né detta af baki ef verðin skyldu lækka. Þegar slíkt umhverfi blandast saman við óstöðugleika í efnahagslífinu eins og við höfum gengið í gengum undanfarin ár er voðinn vís. Í dag má segja að útgerðin sé á öldutoppi. Afurðaverð er gott og kvótaverð aldrei hærra. Það eru hins vegar blikur á lofti. Hugsanlegt þykir að Hafró skeri niður hámarksafla næsta ár og krónan fer hækkandi. Það er óheilbrigt að við slíkar aðstæður sitji eitt fyrirtæki í hverju þorpi með allt atvinnulífið á staðnum í höndunum. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 20. maí sl. ber stöðuna á Flateyri í dag saman við stöðuna í Bolungarvík árið 1993 þegar stórveldi EG sigldi í þrot. Vissulega er staðan sambærileg að því leyti að stór hluti bæjarbúa starfaði þá hjá EG líkt og hjá Kambi á Flateyri. Munurinn liggur hins vegar í þeim verðmætum sem liggja í kvótaeigninni og þeirri breytingu sem orðið hefur á veðsetningu og viðskiptum með aflaheimildir. Þeir sem stóðu að EG höfðu ekki í hyggju að leggja upp laupana en neyddust til þess, þeir áttu ekki þá útgönguleið sem blasir við eigendum Kambs. Þeir aðilar eru reyndar enn að starfa við sjávarútveg í Bolungarvík. Málin eru því í raun gjörólík. Annað fyrirtækið varð gjaldþrota á meðan hitt leggur upp laupana og fer út úr greininni með gríðarlega fjármuni vegna sölu aflaheimilda. Það er rétt athugað hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins þegar hann bendir á þá staðreynd að eins sé farið víða um land. Með óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi má búast við því að sagan frá Flateyri endurtaki sig. Kerfið býður upp á þessa útgönguleið sem þýðir að menn geta gengið út með milljarða úr greininni og eftir situr heilt byggðarlag með sárt ennið. Úti um allt land eru strangheiðarlegir útgerðarmenn sem ætla sér fyrst og fremst að gera það sem þeir gera best: að gera út. Þeir nýta aflaheimildir sínar til fulls og eru ábyrgir atvinnurekendur. En það er því miður ekki nóg. Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur ekki styrkt byggðirnar heldur hefur algjörlega snúist upp í andhverfu sína. Við því verður að bregðast. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að hér sé um eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að ræða. Það þarf að endurvekja þá byggðahugsun sem var hluti af fiskveiðistjórnarkerfinu í upphafi og styrkja forgang fólksins í sjávarbyggðunum til þess að nýta auðlindina sem er hér rétt við bæjardyrnar. Önnur verkefni nýrrar ríkisstjórnar, vegna stöðu Vestfjarða og annarra byggða landsins, snúast um grunnþjónustu. Uppbygging grunnþjónustunnar hefur gengið það hægt á Vestfjörðum að fábreytni í atvinnulífi er staðreynd og ný fyrirtæki þurfa að stíga yfir hærri þröskulda en í öðrum landshlutum vegna ástands fjarskiptamála, lélegs vegakerfis og lélegs raforkukerfis. Þetta er hið raunverulega ástand og það þýðir ekkert að malda í móinn með það – fiskveiðistjórnunarkerfið og seinagangur við uppbyggingu á grunnþjónustunni eru helstu orsakir stöðunnar. Í þeirri stöðu sem nú blasir við á Vestfjörðum þurfa stjórnvöld, auk þess að endurreisa byggðahugsun í fiskveiðistjórnuninni, fyrst og fremst að endurskoða samgönguáætlun frá grunni og hraða þarf verkefnum eins og frekast er unnt. Við jarðgangagerð þarf að hugsa til framtíðar, ekki aðeins til dagsins í dag og því þarf að endurskoða framkvæmdir sem nú eru á teikniborðinu og taka djarfar ákvarðanir. Einnig þarf að huga strax að því að hringtengja rafmagn og setja línur í jörðu. Það er líka kominn tími til að standa við fyrirheit um að íbúar og atvinnulíf hér hafi sambærilegan aðgang að háhraðatengingum og öðrum Íslendingum þykir sjálfsagður. Þessi brýnu verkefni hafa beðið of lengi og ættu að vera efst á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun