Kennir körlum að elda 10. maí 2007 00:01 Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir karlmönnum að elda í Kvöldskóla Kópavogs. Þar er þessi réttur meðal annars á námsskrá. MYND/gva Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar. Matur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið
Fríða Sophia Böðvarsdóttir kennir matreiðslu jafnt dag sem kvöld. Hún er heimilisfræðakennari í Víkurskóla í Grafarvogi og heldur jafnframt námskeið í Kvöldskóla Kópavogs. Fríða hefur kennt nokkur mismunandi námskeið í kvöldskólanum, þar sem hún hefur verið í ein sextán ár. „Ég byrjaði með Gómsæta grænmetisrétti, svo hef ég verið með námskeið sem heitir Bökur og partíréttir og í vetur var ég með hráfæði," útskýrir Fríða. Sjálf eldar hún mikið af grænmetisfæði. „Ég var með grænmetisfyrirtæki hérna áður fyrr og var sjálf grænmetisæta," segir hún. Síðustu tvö ár hefur Fríða þar að auki séð um matreiðslunámskeið sem eru sérstaklega fyrir karlmenn. „Ég er með eitt undirstöðunámskeið og annað framhaldsnámskeið," útskýrir hún. Fríða segir námskeiðin vera vel sótt og það af karlmönnum á öllum aldri. „Yngsti nemandi minn kom með pabba sínum, hann var ellefu ára. Þetta eru karlmenn sem hafa áhuga á mat, sem eru einstæðir eða ekklar og eins strákar sem eru svona að byrja að búa," útskýrir hún. „Svo er líka algengt að konurnar gefi mönnunum sínum námskeið í jóla- eða afmælisgjöf," bætti hún við. Fríða deilir hér uppskrift að pottrétti og brauði af karlanámskeiðinu með lesendum. Hún bendir þó á að sé fólk í tímaþröng megi auðveldlega sleppa baununum, eða kaupa þær niðursoðnar.
Matur Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið