Ég vil minnast … Flosi Magnússon skrifar 10. maí 2007 00:01 Ég var vígður í hjónaband í Egilsstaðakirkju 31. júlí árið 1977 af einhleypum sóknarpresti. Svaramenn voru feður okkar hjónaefnanna, vígsluvottar, ættingjar og vinir. Það eina sem ég minnist í raun frá hjónavígslunni var ægiþungi handar prestsins á höfði mér er hann bað fyrir okkur hjónunum vígðum. Ég var síðar vígður til prests í Þjóðkirkjunni af herra Pétri og þá kom þessi sama hönd og beygði höfuð mitt. Frá þeim tíma hefi ég fermt í þjónustu kirkjunnar fjölmörg ungmenni á Íslandi og í Svíþjóð með sömu handayfirlagningu auk þess að vígja hjón og blessa tvo myndarmenn í staðfesta samvist. Ég lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1986 og stundaði um hríð framhaldsnám í kirkjurétti við háskólann í Lundi og Kaupmannahöfn. Áhugasvið mitt var þó og er svokölluð játningafræði enda byggir kirkjurétturinn á henni, alla vega sá lúterski. Að mínu mati er aðkallandi í ljósi yfirstandandi synodu Þjóðkirkjunnar á Húsavík að evangelísk-lúterskir biskupar safnaða landsins setjist á rökstóla og leggi grunn að játningu um inntak vígslu til fjölbreyttrar þjónustu í kirkju Krists á jörðu og á himni. Að minni eigin hyggju tel ég árið 2007 á Íslandi vel koma til álita að tala um vistarvígslu, en mér lærðari og hæfari menn dæma um það. Ég lít þá til hinna ýmsu laga og reglna samfélagsins, sem mismuna pörum á hinu efnalega sviði, en segist um leið leita jafnréttis. Fyrir mér geta pör verið karl og kona, karl og karl, kona og kona, systkini, feðgin, mæðgin, vinir og e.t.v. fleira. Ég vil þakka biskupi vorum, herra Karli Sigurbjörnssyni, séra Geir Waage og Sigursteini Mássyni fyrir það að vekja mig til umhugsunar og löngunar til að leggja ofannefnt til málanna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji breyta lögum og leyfa þeim trúfélögum sem það kjósa að vígja samkynhneigða í hjónaband. Þetta sé heimildarákvæði þannig að ríkisvaldið og löggjafinn sé ekki að taka völdin af þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum heldur leyfi þeim sem það vilja að annast slíkar vígslur en amist ekki við því að hinir sem vilja það ekki geri það ekki. Ég styð þessa afstöðu Jóns Sigurðssonar og Framsóknarflokksins. Hún er í samræmi við hugmyndir mínar um mannréttindi samkynhneigðra og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ég treysti Jóni Sigurðssyni til þess að leiða málið til lykta með þessum hætti á næsta kjörtímabili. Þess vegna ætla ég að kjósa hann og Framsóknarflokkinn næsta laugardag. Höfundur er prófastur emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég var vígður í hjónaband í Egilsstaðakirkju 31. júlí árið 1977 af einhleypum sóknarpresti. Svaramenn voru feður okkar hjónaefnanna, vígsluvottar, ættingjar og vinir. Það eina sem ég minnist í raun frá hjónavígslunni var ægiþungi handar prestsins á höfði mér er hann bað fyrir okkur hjónunum vígðum. Ég var síðar vígður til prests í Þjóðkirkjunni af herra Pétri og þá kom þessi sama hönd og beygði höfuð mitt. Frá þeim tíma hefi ég fermt í þjónustu kirkjunnar fjölmörg ungmenni á Íslandi og í Svíþjóð með sömu handayfirlagningu auk þess að vígja hjón og blessa tvo myndarmenn í staðfesta samvist. Ég lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1986 og stundaði um hríð framhaldsnám í kirkjurétti við háskólann í Lundi og Kaupmannahöfn. Áhugasvið mitt var þó og er svokölluð játningafræði enda byggir kirkjurétturinn á henni, alla vega sá lúterski. Að mínu mati er aðkallandi í ljósi yfirstandandi synodu Þjóðkirkjunnar á Húsavík að evangelísk-lúterskir biskupar safnaða landsins setjist á rökstóla og leggi grunn að játningu um inntak vígslu til fjölbreyttrar þjónustu í kirkju Krists á jörðu og á himni. Að minni eigin hyggju tel ég árið 2007 á Íslandi vel koma til álita að tala um vistarvígslu, en mér lærðari og hæfari menn dæma um það. Ég lít þá til hinna ýmsu laga og reglna samfélagsins, sem mismuna pörum á hinu efnalega sviði, en segist um leið leita jafnréttis. Fyrir mér geta pör verið karl og kona, karl og karl, kona og kona, systkini, feðgin, mæðgin, vinir og e.t.v. fleira. Ég vil þakka biskupi vorum, herra Karli Sigurbjörnssyni, séra Geir Waage og Sigursteini Mássyni fyrir það að vekja mig til umhugsunar og löngunar til að leggja ofannefnt til málanna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji breyta lögum og leyfa þeim trúfélögum sem það kjósa að vígja samkynhneigða í hjónaband. Þetta sé heimildarákvæði þannig að ríkisvaldið og löggjafinn sé ekki að taka völdin af þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum heldur leyfi þeim sem það vilja að annast slíkar vígslur en amist ekki við því að hinir sem vilja það ekki geri það ekki. Ég styð þessa afstöðu Jóns Sigurðssonar og Framsóknarflokksins. Hún er í samræmi við hugmyndir mínar um mannréttindi samkynhneigðra og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ég treysti Jóni Sigurðssyni til þess að leiða málið til lykta með þessum hætti á næsta kjörtímabili. Þess vegna ætla ég að kjósa hann og Framsóknarflokkinn næsta laugardag. Höfundur er prófastur emeritus.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar