Ég vil minnast … Flosi Magnússon skrifar 10. maí 2007 00:01 Ég var vígður í hjónaband í Egilsstaðakirkju 31. júlí árið 1977 af einhleypum sóknarpresti. Svaramenn voru feður okkar hjónaefnanna, vígsluvottar, ættingjar og vinir. Það eina sem ég minnist í raun frá hjónavígslunni var ægiþungi handar prestsins á höfði mér er hann bað fyrir okkur hjónunum vígðum. Ég var síðar vígður til prests í Þjóðkirkjunni af herra Pétri og þá kom þessi sama hönd og beygði höfuð mitt. Frá þeim tíma hefi ég fermt í þjónustu kirkjunnar fjölmörg ungmenni á Íslandi og í Svíþjóð með sömu handayfirlagningu auk þess að vígja hjón og blessa tvo myndarmenn í staðfesta samvist. Ég lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1986 og stundaði um hríð framhaldsnám í kirkjurétti við háskólann í Lundi og Kaupmannahöfn. Áhugasvið mitt var þó og er svokölluð játningafræði enda byggir kirkjurétturinn á henni, alla vega sá lúterski. Að mínu mati er aðkallandi í ljósi yfirstandandi synodu Þjóðkirkjunnar á Húsavík að evangelísk-lúterskir biskupar safnaða landsins setjist á rökstóla og leggi grunn að játningu um inntak vígslu til fjölbreyttrar þjónustu í kirkju Krists á jörðu og á himni. Að minni eigin hyggju tel ég árið 2007 á Íslandi vel koma til álita að tala um vistarvígslu, en mér lærðari og hæfari menn dæma um það. Ég lít þá til hinna ýmsu laga og reglna samfélagsins, sem mismuna pörum á hinu efnalega sviði, en segist um leið leita jafnréttis. Fyrir mér geta pör verið karl og kona, karl og karl, kona og kona, systkini, feðgin, mæðgin, vinir og e.t.v. fleira. Ég vil þakka biskupi vorum, herra Karli Sigurbjörnssyni, séra Geir Waage og Sigursteini Mássyni fyrir það að vekja mig til umhugsunar og löngunar til að leggja ofannefnt til málanna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji breyta lögum og leyfa þeim trúfélögum sem það kjósa að vígja samkynhneigða í hjónaband. Þetta sé heimildarákvæði þannig að ríkisvaldið og löggjafinn sé ekki að taka völdin af þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum heldur leyfi þeim sem það vilja að annast slíkar vígslur en amist ekki við því að hinir sem vilja það ekki geri það ekki. Ég styð þessa afstöðu Jóns Sigurðssonar og Framsóknarflokksins. Hún er í samræmi við hugmyndir mínar um mannréttindi samkynhneigðra og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ég treysti Jóni Sigurðssyni til þess að leiða málið til lykta með þessum hætti á næsta kjörtímabili. Þess vegna ætla ég að kjósa hann og Framsóknarflokkinn næsta laugardag. Höfundur er prófastur emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég var vígður í hjónaband í Egilsstaðakirkju 31. júlí árið 1977 af einhleypum sóknarpresti. Svaramenn voru feður okkar hjónaefnanna, vígsluvottar, ættingjar og vinir. Það eina sem ég minnist í raun frá hjónavígslunni var ægiþungi handar prestsins á höfði mér er hann bað fyrir okkur hjónunum vígðum. Ég var síðar vígður til prests í Þjóðkirkjunni af herra Pétri og þá kom þessi sama hönd og beygði höfuð mitt. Frá þeim tíma hefi ég fermt í þjónustu kirkjunnar fjölmörg ungmenni á Íslandi og í Svíþjóð með sömu handayfirlagningu auk þess að vígja hjón og blessa tvo myndarmenn í staðfesta samvist. Ég lauk embættisprófi í guðfræði haustið 1986 og stundaði um hríð framhaldsnám í kirkjurétti við háskólann í Lundi og Kaupmannahöfn. Áhugasvið mitt var þó og er svokölluð játningafræði enda byggir kirkjurétturinn á henni, alla vega sá lúterski. Að mínu mati er aðkallandi í ljósi yfirstandandi synodu Þjóðkirkjunnar á Húsavík að evangelísk-lúterskir biskupar safnaða landsins setjist á rökstóla og leggi grunn að játningu um inntak vígslu til fjölbreyttrar þjónustu í kirkju Krists á jörðu og á himni. Að minni eigin hyggju tel ég árið 2007 á Íslandi vel koma til álita að tala um vistarvígslu, en mér lærðari og hæfari menn dæma um það. Ég lít þá til hinna ýmsu laga og reglna samfélagsins, sem mismuna pörum á hinu efnalega sviði, en segist um leið leita jafnréttis. Fyrir mér geta pör verið karl og kona, karl og karl, kona og kona, systkini, feðgin, mæðgin, vinir og e.t.v. fleira. Ég vil þakka biskupi vorum, herra Karli Sigurbjörnssyni, séra Geir Waage og Sigursteini Mássyni fyrir það að vekja mig til umhugsunar og löngunar til að leggja ofannefnt til málanna. Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji breyta lögum og leyfa þeim trúfélögum sem það kjósa að vígja samkynhneigða í hjónaband. Þetta sé heimildarákvæði þannig að ríkisvaldið og löggjafinn sé ekki að taka völdin af þjóðkirkjunni eða öðrum trúfélögum heldur leyfi þeim sem það vilja að annast slíkar vígslur en amist ekki við því að hinir sem vilja það ekki geri það ekki. Ég styð þessa afstöðu Jóns Sigurðssonar og Framsóknarflokksins. Hún er í samræmi við hugmyndir mínar um mannréttindi samkynhneigðra og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Ég treysti Jóni Sigurðssyni til þess að leiða málið til lykta með þessum hætti á næsta kjörtímabili. Þess vegna ætla ég að kjósa hann og Framsóknarflokkinn næsta laugardag. Höfundur er prófastur emeritus.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar