Verksmiðjuvæðing: 150 árum of seint 9. maí 2007 06:00 Sumir telja að nú sé rétti tíminn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðnbylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járnbrautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjungar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verksmiðjuvæðingar eru mengun, atvinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og volæði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleikarnir í atvinnuveginum tengdir upplýsingum og tölvutækni. Ef við viljum horfa framávið verðum við að setja hátækni í fyrirrúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skammsýni eða einstaklega óheppileg blanda af óskhyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslendingar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tímabili iðnbyltingarinnar, hráefnavinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upplýsingatækni eða framleiðslu afþreyingarefnis - atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O nei - þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum Vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raforku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafnvel til skamms tíma litið er vonlaus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi landsmanna sem hefur sýnt sig á fjölmörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsóknir og þróun, til dæmis með tíföldun fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hugmyndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta framtíð hins Vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljóslega eftir að móta hátæknisamfélög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður uppá. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbyltingunni - hundrað ára gamlar iðnbyltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköpun sem taka mið af því hvert heimurinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrv. verksmiðjustarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sumir telja að nú sé rétti tíminn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðnbylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járnbrautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjungar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verksmiðjuvæðingar eru mengun, atvinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og volæði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleikarnir í atvinnuveginum tengdir upplýsingum og tölvutækni. Ef við viljum horfa framávið verðum við að setja hátækni í fyrirrúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skammsýni eða einstaklega óheppileg blanda af óskhyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslendingar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tímabili iðnbyltingarinnar, hráefnavinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upplýsingatækni eða framleiðslu afþreyingarefnis - atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O nei - þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum Vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raforku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafnvel til skamms tíma litið er vonlaus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi landsmanna sem hefur sýnt sig á fjölmörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsóknir og þróun, til dæmis með tíföldun fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hugmyndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta framtíð hins Vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljóslega eftir að móta hátæknisamfélög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður uppá. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbyltingunni - hundrað ára gamlar iðnbyltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköpun sem taka mið af því hvert heimurinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrv. verksmiðjustarfsmaður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar