Nýsköpun fyrir íslensk fyrirtæki 4. maí 2007 06:00 Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Fyrirtæki sem vilja vera í fremstu röð á tímum örrar tækniþróunar og breytinga í stjórnun þurfa sífellt að vera vakandi fyrir tækifærum sem gefast til aukinnar þekkingarsköpunar. Þekking og nýsköpun eru undirstaða framþróunar á öllum sviðum atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða tæknifyrirtæki, menntun, þjónustu eða framleiðslu. Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í umboði Viðskiptaráðs og Samtaka iðnaðarins og býðst íslenskum fyrirtækjum, stórum sem smáum, að taka þátt í samstarfinu. Samningurinn felur í sér aðgang að víðtæku samstarfi, þekkingu og færni MIT samkvæmt þörfum, markmiðum og óskum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í samstarfinu. Auk þess fá samstarfsaðilar allar upplýsingar um nýjungar, rannsóknir og þróunarverkefni sem verið er að vinna að og tengjast þörfum íslenskra fyrirtækja. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum 7.-8. maí nk. þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.Virkt samstarf atvinnulífs og skóla í gegnum MITMIT-háskólinn er einn af framsæknustu háskólum í heiminum og er t.d. í fyrsta sæti yfir bestu háskóla í Bandaríkjunum á sviði tækni og verkfræði og í því þriðja á sviði viðskipta og stjórnunar, auk þess sem hann hefur verið álitinn besti kosturinn hvað varðar framhaldsnám á háskólastigi almennt. Hvorki fleiri né færri en 63 Nóbelsverðlaunahafar hafa farið í gegnum fræðasamfélag MIT.Skólinn leggur mikla áherslu á virk tengsl við atvinnulífið og raunveruleg verkefni fyrir fyrirtæki og hefur nú opnast tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að njóta góðs af því. Samstarfið fer fram á vettvangi svokallaðs ILP samstarfs (Industrial Liaison Programme) innan MIT en Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík er tengiliður samstarfsins hér á landi. Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem eiga aðild að samstarfinu við HR fá aðgang að ráðstefnum, málþingum og öðrum viðburðum sem skipulagðir eru innan ramma samstarfsins um allan heim. Hægt verður að fá hingað til lands fulltrúa frá skólanum til að halda fyrirlestur eða til að vinna sértækt með fyrirtækjum og einnig að senda fulltrúa til Boston til skrafs og ráðagerða með sérfræðingum fagsviðanna. Slíkar málstofur eru sérsniðnar að þörfum íslensku fulltrúanna og nýtast t.d. til að styrkja stefnumótun, kynnast því sem er að gerast í rannsóknum og tækni, eða til að skoða nýjar aðferðir við stjórnun fyrirtækja.Aðgangur opnast að nýjungum í tækni eða stjórnun, svo og rannsóknum og greiningum sem verið er að vinna og verður þannig hægt að fylgjast með því allra nýjasta auk þess sem möguleiki er á að leita ákveðinna lausna. Fyrirtæki munu einnig geta fengið sendar rannsóknarniðurstöður og skýrslur eftir þörfum.Aðgangur að þekkingargrunni fagsviðaÍslensk fyrirtæki sem eru í samstarfi við HR hafa möguleika á að koma á tengslum við nema í MIT, ráða þá til starfa eða nýta sérþekkingu þeirra til rannsókna. Samstarfið getur falist í að nemum sé falið að gera ákveðna rannsókn, nemar séu ráðnir í sumarvinnu eða teknir í starfsþjálfun innan íslenskra fyrirtækja hér á landi eða annars staðar.Sérstakur þekkingargrunnur samstarfsins inniheldur upplýsingar um sérfræðiþekkingu og rannsóknasvið innan MIT auk samantekta og tengla á vefsíður sem reknar eru af deildum skólans. Þar fá samstarfsaðilar HR tækifæri til að leita uppi og skoða rannsóknir sem áhugi er fyrir, tengjast rannsóknaraðilum og kynnast nýjustu tækni og rannsóknum á viðkomandi sviði. Upplýsingum um þróunarverkefni og niðurstöður rannsókna verður dreift eftir efni og þörfum hvers og eins fyrirtækis og prentað efni sem gefið er út af MIT gert aðgengilegt fyrir íslenska samstarfsaðila.Með því að bjóða íslenskum fyrirtækjum aðgang að samstarfi við MIT stuðlar Háskólinn í Reykjavík að virkara samstarfi atvinnulífs og skóla og færir sérfræðiþekkingu á fagsviðum inn í fyrirtæki í öllum geirum samfélagsins.Höfundur er verkefnastjóri Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun