Ráðherra brýtur á tónlistarnemum 4. maí 2007 06:00 Umboðsmaður Alþingis sendi frá sér það álit að menntamálaráðherra hefði brotið á tónlistarnemum. Þeir nemendur sem hafa fengið nám sitt í tónlist metið til eininga í framhaldsskóla áttu að fá tónlistarnámið ókeypis, en greiddu allan tímann skólagjöld upp á hundruð þúsunda. Það að leiðrétta mál eins og þetta ætti að vera eitt lítið úrlausnarefni í menntamálum, en menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki getað leyst það þótt hún hafi haft til þess fjögur ár. Hún segist hafa skoðun á málinu en lætur umboðsmann Alþingis dæma sig svo hún geti komið sér að verki. Nú segir hún að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Hvað ætli málið verði lengi til skoðunar þar? Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér í Blaðinu að hann leggi til að sveitarfélögin sjái um grunn- og miðstig tónlistarnáms en ríkið sjái um framhaldsstigið óháð aldri nemenda. Þetta fyrirkomulag segir hann að kosti ríkið 200 milljónir. Nú er að sjá hvort ráðherrann stendur við þessi stóru orð. Að vísu kom fram hjá honum í blaðaviðtalinu að hann gerði ráð fyrir að sveitarfélögin tækju að sér eitthvert verkefni frá ríkinu í staðinn, en um það hefði ekki verið samið. Ætli tónlistarnemar verði ekki bara áfram látnir greiða sína menntun upp í topp, fyrst menntamálaráðherra getur ekki samið við sveitarfélögin? Frjálslyndi flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni (sjá málefnahandbók www.xf.is) að ríkissjóður kosti tónlistarnám nemenda á framhaldsstigi í tónlistarskólum, á sama hátt og annað nám sem stundað er í framhaldsskólum landsins. Málið snýst nefnilega ekki bara um þá nemendur sem eru í námi á tónlistarbrautum framhaldsskólanna, heldur einnig þá nemendur sem eru ekki í framhaldsskólum, en á framhaldsstigi í tónlistarnámi í tónlistarskóla. Margir þessara nemenda hafa þegar lokið framhaldsskólanámi og stúdentsprófi. Þeir eru ýmist á framhaldsstigi eða háskólastigi. Flestir þessara nemenda hafa lagt tónlistina fyrir sig sem fag og ætla að hafa hana að ævistarfi. Það er því ekki óeðlilegt að hið opinbera kosti þetta nám alveg eins og annað fagnám í landinu. Tónlistarnemendur á háskólastigi eru ekki allir í Listaháskólanum, heldur eru margir þeirra í almennum tónlistarskólum, svo sem eins og Tónlistarskóla Reykjavíkur, FÍH og Tónskóla Sigursveins og jafnvel víðar. Þessir nemendur greiða öll sín skólagjöld sjálfir, Reykjavíkurborg greiðir niður nám þeirra flestra og ekki allra jafnt. Að lokum má minna á að börnum í tónlistarnámi á Íslandi er víða mismunað. Sum sveitarfélögin greiða niður tónlistarnám fyrir útvalin börn, en ekkert fyrir önnur og sum börn fá inni í tónlistarskóla á meðan önnur eru látin bíða – stundum í mörg ár. Menntamálaráðherra er yfirmaður skólamála á Íslandi – ætli honum sé kunnugt um þessa mismunun? Höfundur er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins til alþingiskosninga í vor í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis sendi frá sér það álit að menntamálaráðherra hefði brotið á tónlistarnemum. Þeir nemendur sem hafa fengið nám sitt í tónlist metið til eininga í framhaldsskóla áttu að fá tónlistarnámið ókeypis, en greiddu allan tímann skólagjöld upp á hundruð þúsunda. Það að leiðrétta mál eins og þetta ætti að vera eitt lítið úrlausnarefni í menntamálum, en menntamálaráðherrann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki getað leyst það þótt hún hafi haft til þess fjögur ár. Hún segist hafa skoðun á málinu en lætur umboðsmann Alþingis dæma sig svo hún geti komið sér að verki. Nú segir hún að málið sé til skoðunar hjá ráðuneytinu. Hvað ætli málið verði lengi til skoðunar þar? Menntamálaráðherrann lét hafa eftir sér í Blaðinu að hann leggi til að sveitarfélögin sjái um grunn- og miðstig tónlistarnáms en ríkið sjái um framhaldsstigið óháð aldri nemenda. Þetta fyrirkomulag segir hann að kosti ríkið 200 milljónir. Nú er að sjá hvort ráðherrann stendur við þessi stóru orð. Að vísu kom fram hjá honum í blaðaviðtalinu að hann gerði ráð fyrir að sveitarfélögin tækju að sér eitthvert verkefni frá ríkinu í staðinn, en um það hefði ekki verið samið. Ætli tónlistarnemar verði ekki bara áfram látnir greiða sína menntun upp í topp, fyrst menntamálaráðherra getur ekki samið við sveitarfélögin? Frjálslyndi flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni (sjá málefnahandbók www.xf.is) að ríkissjóður kosti tónlistarnám nemenda á framhaldsstigi í tónlistarskólum, á sama hátt og annað nám sem stundað er í framhaldsskólum landsins. Málið snýst nefnilega ekki bara um þá nemendur sem eru í námi á tónlistarbrautum framhaldsskólanna, heldur einnig þá nemendur sem eru ekki í framhaldsskólum, en á framhaldsstigi í tónlistarnámi í tónlistarskóla. Margir þessara nemenda hafa þegar lokið framhaldsskólanámi og stúdentsprófi. Þeir eru ýmist á framhaldsstigi eða háskólastigi. Flestir þessara nemenda hafa lagt tónlistina fyrir sig sem fag og ætla að hafa hana að ævistarfi. Það er því ekki óeðlilegt að hið opinbera kosti þetta nám alveg eins og annað fagnám í landinu. Tónlistarnemendur á háskólastigi eru ekki allir í Listaháskólanum, heldur eru margir þeirra í almennum tónlistarskólum, svo sem eins og Tónlistarskóla Reykjavíkur, FÍH og Tónskóla Sigursveins og jafnvel víðar. Þessir nemendur greiða öll sín skólagjöld sjálfir, Reykjavíkurborg greiðir niður nám þeirra flestra og ekki allra jafnt. Að lokum má minna á að börnum í tónlistarnámi á Íslandi er víða mismunað. Sum sveitarfélögin greiða niður tónlistarnám fyrir útvalin börn, en ekkert fyrir önnur og sum börn fá inni í tónlistarskóla á meðan önnur eru látin bíða – stundum í mörg ár. Menntamálaráðherra er yfirmaður skólamála á Íslandi – ætli honum sé kunnugt um þessa mismunun? Höfundur er í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins til alþingiskosninga í vor í Reykjavík suður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar