Gleymd neyð í Úganda 4. maí 2007 06:00 Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Í 20 ár hafa íbúar í Norður-Úganda verið fórnarlömb einna grimmustu uppreisnarmanna heims. Sú mannvonska sem býr í „The Lord’s Resistance Army, LRA“ er sjaldséð og hefur haft í för með sér að nær 2 milljónir manna hafa flúið heimili sín. Að breyta barni í drápsvélfrá úganda „Allt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisn LRA hófst,“ segir í greininni.Á þeim tíma sem þessi uppreisn hefur staðið yfir er reiknað með að meira en 20.000 börnum hafi verið rænt frá foreldrum sínum og þau neydd til að gerast barnahermenn í LRA. Hryllingur glæpanna sem börnin hafa verið neydd til að fremja er ólýsanlegur. Til þess að brjóta þau niður hafa þau jafnvel verið neydd til að myrða sína foreldra eða systkini – eða velja að vera drepin sjálf. Þau eru notuð sem þrælar í herbúðunum, kynferðislega misnotuð og þjálfuð í að verða drápsmaskínur. En sorglegra er að mottóið virðist vera „því yngri, því betra“.Árið 2002 ákvað úgandíska ríkisstjórnin að herða árásirnar á LRA með það að markmiði að útrýma uppreisnarmönnum. LRA hefndi sín með því að ræna á stuttum tíma um 10.000 börnum. Í kjölfarið fóru börn í þessum sveitum að ganga marga kílómetra á hverju kvöldi í öryggið inni í bæjum af ótta við að vera drepin eða numin á brott. Þar nutu þau verndar stjórnarhersins og gátu sofið óhult. Allt að 100.000 börn gerðu þetta á hverju einasta kvöldi í nær fimm ár.Einn Stykkishólmur á vikuAllt að 90% íbúa Norður-Úganda búa enn í flóttamannabúðum 20 árum eftir að uppreisnin hófst. Það eru um 1,8 milljónir manna. Flóttamenn dreifast á um 200 flóttamannabúðir þar sem hvorki er hægt að veita lágmarksaðstoð né tryggja öryggi.Í búðunum vantar nægilegan aðgang að hreinu vatni, matur er af skornum skammti, aðgangur að menntun er í lágmarki, heilsufar lélegt með tíðum farsóttum og fullorðnir og börn líða vegna sálrænna áfalla. Það er áætlað að á hverri viku deyi um 1.000 manns vegna ofbeldis eða sjúkdóma sem geisa í búðunum. Það er einn Stykkishólmur á viku.Ísland hjálparUtanríkisráðherra hefur ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar með 100.000 dollara framlagi til þess að veita neyðaraðstoð í Norður-Úganda. Hjálparstarfið vinnur á svæðinu með ACT / Alþjóðaneyðarhjálp kirkna og ætlun ACT er að veita flóttafólki í fimm héruðum á svæðinu neyðaraðstoð, en þar er þörfin gríðarleg. Tryggja á fólki í flóttamannabúðum skjól, bæta fæðuöryggi, sinna grunn heilsugæslu, útvega aðgang að vatni og auka þar með hreinlæti og veita áfallahjálp. ACT hefur veitt neyðaraðstoð í Norður-Úganda síðan 1979 og býr því yfir mikilli þekkingu á vandanum og hefur mikla reynslu af aðstæðum á svæðinu.Í ágúst 2006 var samið um vopnahlé milli LRA og ríkisstjórnar Úganda sem hefur vakið vonir um frið innan tíðar. Þó ríkir mikið óöryggi um niðurstöðu viðræðna og ljóst að flóttamenn muni ekki snúa heim til sín á þessu ári. Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikla áherslu á að neyð manna gleymist aldrei hversu lengi sem hún varir. Við þurfum að vera til staðar eins lengi og einhver þarf á okkur að halda. Hjálparstarfið sendir innilega þakkarkveðju til utanríkisráðherra fyrir að gera okkur kleift að gleyma ekki.Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun