Dansað við Geir Waage 28. apríl 2007 05:00 Á nýafstaðinni prestastefnu var eitt mesta hitamál samtímans, er varðar jöfn mannréttindi öllum þegnum samfélagsins til handa, tekið fyrir. Einn dagur var tekinn undir umræðuna um málefni hjónavígslu/vígslu eða blessunar samkynhneigðra para innan kirkjulegs samfélags. Kirkjan hefur haft mörg ár til þess að vinna í þessu máli. Það var þó ekki fyrr en 6. september 2004, þegar skýrsla á vegum forsætisráðuneytisins um réttarstöðu samkynhneigðra kom út, að þjóðkirkjan var formlega beðin um að vinna þetta mál innandyra. Orðrétt segir í skýrslunni: „Nefndin hvetur þjóðkirkjuna til þess að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra þannig að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eins og gagnkynhneigð pör. Slík afstöðubreyting er að mati nefndarinnar forsenda þess að unnt verði að breyta hjúskaparlöggjöf í þessa átt.“ Innan lútherskrar kirkju á Íslandi eru nú 43 guðfræðingar, 42 prestar og 1 fræðimaður, sem skrifa undir tillögu þess efnis að hvetja eigi hið háa Alþingi til þess að samræma hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist, þannig að vígslumönnum verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Þetta eru einungis þau okkar sem treysta sér til þess að taka afstöðu opinberlega. Þess vegna skipti það sköpum á prestastefnu að ósk okkar um leynilega atkvæðagreiðslu var hunsuð. Ekki voru allir aðilar tillögunnar staddir á prestastefnu og auk þess hafa fimm prestar lútherskra fríkirkna ekki atkvæðisrétt á þeirri virðulegu samkomu. Ég hvet hugsandi almenning til þess að óska eftir samræmingu ofangreindra laga, þannig að réttarstaða verði raunverulega jöfn, óháð kynhneigð! Ef þjóðkirkjan er ekki tilbúin, skulum við ekki láta samfélagið gjalda þess, því breytingar þurfa að verða á. Það er einlæg trú mín að öll boðun Jesú Krists, frelsara okkar, sé með mannréttindum allra Guðs barna. Hjónaband er ekki einungis stofnun um barneignir, því þá væru hjónabönd eldra fólks og barnlauss ógild. Eftir erfiðan dag á prestastefnu var snætt og stiginn dans. Vil ég sérstaklega þakka sr. Geir Waage ánægjulegan dans við undirleik þeirra Jóns Helga og Einars. Höfundur er fríkirkjuprestur í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á nýafstaðinni prestastefnu var eitt mesta hitamál samtímans, er varðar jöfn mannréttindi öllum þegnum samfélagsins til handa, tekið fyrir. Einn dagur var tekinn undir umræðuna um málefni hjónavígslu/vígslu eða blessunar samkynhneigðra para innan kirkjulegs samfélags. Kirkjan hefur haft mörg ár til þess að vinna í þessu máli. Það var þó ekki fyrr en 6. september 2004, þegar skýrsla á vegum forsætisráðuneytisins um réttarstöðu samkynhneigðra kom út, að þjóðkirkjan var formlega beðin um að vinna þetta mál innandyra. Orðrétt segir í skýrslunni: „Nefndin hvetur þjóðkirkjuna til þess að breyta afstöðu sinni gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra þannig að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eins og gagnkynhneigð pör. Slík afstöðubreyting er að mati nefndarinnar forsenda þess að unnt verði að breyta hjúskaparlöggjöf í þessa átt.“ Innan lútherskrar kirkju á Íslandi eru nú 43 guðfræðingar, 42 prestar og 1 fræðimaður, sem skrifa undir tillögu þess efnis að hvetja eigi hið háa Alþingi til þess að samræma hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist, þannig að vígslumönnum verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra. Þetta eru einungis þau okkar sem treysta sér til þess að taka afstöðu opinberlega. Þess vegna skipti það sköpum á prestastefnu að ósk okkar um leynilega atkvæðagreiðslu var hunsuð. Ekki voru allir aðilar tillögunnar staddir á prestastefnu og auk þess hafa fimm prestar lútherskra fríkirkna ekki atkvæðisrétt á þeirri virðulegu samkomu. Ég hvet hugsandi almenning til þess að óska eftir samræmingu ofangreindra laga, þannig að réttarstaða verði raunverulega jöfn, óháð kynhneigð! Ef þjóðkirkjan er ekki tilbúin, skulum við ekki láta samfélagið gjalda þess, því breytingar þurfa að verða á. Það er einlæg trú mín að öll boðun Jesú Krists, frelsara okkar, sé með mannréttindum allra Guðs barna. Hjónaband er ekki einungis stofnun um barneignir, því þá væru hjónabönd eldra fólks og barnlauss ógild. Eftir erfiðan dag á prestastefnu var snætt og stiginn dans. Vil ég sérstaklega þakka sr. Geir Waage ánægjulegan dans við undirleik þeirra Jóns Helga og Einars. Höfundur er fríkirkjuprestur í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar