Ríkislögreglustjóri og olíumálið 19. apríl 2007 05:00 Í nýlegu opnuviðtali Mbl. við ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, fer hann mikinn. Þar sakar hann m.a. kjörna fulltrúa á Alþingi um að vilja grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stofnana ríkisins. Í ljósi stöðu ríkislögreglustjóra ber að taka ásakanir hans alvarlega. Í viðtalinu segist ríkislögreglustjóri hafa séð fyrir að ákærum á hendur einstaklingum í olíumálinu yrði vísað frá dómi. Málið hafi verið tekið til rannsóknar hjá lögreglu vegna þrýstings stjórnmálamanna og þeir þurfi nú – í ljósi niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar – að skýra aðkomu sína að umræðunni. Undir þetta sjónarmið var tekið í Reykjavíkurbréfi Mbl. Undirritaður hefur tekið þátt í opinberri umræðu um ríkislögreglustjóraembættið og olíumálið og tekur þessa beiðni eðlilega til sín. Mér er því bæði ljúft og skylt að verða við beiðni þeirra félaga – þ.e.a.s. ríkislögreglustjóra og Morgunblaðsins um frekari umræðu.Hæstiréttur og ríkislögreglustjóriMeirihluti Hæstaréttar segir í niðurstöðum sínum að málið hafi farið forgörðum í meðförum ríkislögreglustjóra. Skýrslum sem starfsmenn olíufélaganna gáfu Samkeppnisstofnun hafi ekki verið haldið nægilega aðgreindum við rannsókn málsins. Þar sem ríkislögreglustjóri hafi gert þessar skýrslur að gögnum refsimálsins hafi sakborningar ekki fengið sanngjarna málsmeðferð og rannsókn ríkislögreglustjóra taldist vera gölluð. Í ljósi þessa vísaði meirihluti Hæstaréttar málinu frá dómi.Niðurstaða Hæstaréttar er endanleg. Hin undarlega niðurstaða Hæstaréttar í málinu hefði getað verið ríkislögreglustjóra málsvörn, ef hann hefði ekki sagst hafa séð hana fyrir eins og hann segir í viðtalinu við Mbl. Í ljósi þessa er eðlilegt að gera ríkar kröfur til þess að vandað hefði verið sérstaklega til rannsóknarinnar. Það telur Hæstiréttur ekki hafa verið gert. Meirihluti Hæstaréttar byggir niðurstöðu sína um frávísun á túlkun ákvæða mannréttindasáttmála og stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð. Túlkun meirihlutans á sér ekki fordæmi, svo vitað sé.Meginreglan við túlkun ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu að þessu leyti hefur verið sú að yfirlýsing einstaklings fyrir stjórnvaldi, þar sem hann játar á sig brot, skuli ekki notuð í refsimáli ef hún er fengin fram með ólögmætum þvingunum. Hér er því lykilspurningin hvort játningar starfsmanna olíufélaganna fyrir samkeppnisyfirvöldum hafi verið knúnar fram með þvingunum. Eins og Eiríkur Tómasson lagaprófessor benti á í merku erindi var engri þvingun beitt gagnvart forstjórum olíufélaganna því þeir óskuðu eftir því að fá að gefa skýrslur.Í þessu tilviki höfðu olíufélögin beinan hag af samstarfi við stjórnvöld. Það gaf þeim vonir um lægri stjórnvaldssektir. Það var því ekki aðeins kristileg iðrun og samviskubit, sem kallaði á játningar, heldur ekki síður fjárhagslegir hagsmunir olíufélaganna. Það eru mannréttindi að einstaklingar fái af fúsum og frjálsum vilja létt á samvisku sinni með skýrslugjöf fyrir yfirvöldum. Skýrslugjöfin breytist í forréttindi ef hún hefur í för með sér lækkun sekta og niðurfellingu refsingar – einhverskonar afsláttartilboð ríkisins – tveir fyrir einn. Að sú frjálsa skýrslugjöf eigi þátt í því að refsimálið eyðilegðist stenst hvorki lögfræðilega né út frá heilbrigðri skynsemi. Hin fordæmalausa túlkun Hæstaréttar á mannréttindaákvæðum er því ákaflega ívilnandi fyrir fjársterka einstaklinga sem vilja stunda skaðleg efnahagsbrot.Krafan er sjálfstætt lögreglu- og ákæruvaldSjálfstætt og faglegt ákæru- og lögregluvald er hornsteinn refsivörslukerfisins. Sá sem fer með þetta vald verður að vera undir það búinn að mæta umræðu og gagnrýni um störf sín. Refsivörslukerfið er ekki einkamál fáeinna útvalinna. Það varðar allt samfélagið. Í áðurnefndu viðtali segir ríkislögreglustjóri að hann hafi frá upphafi talið vafasamt að hefja lögreglurannsókn vegna olíumálsins. Ef það var fagleg niðurstaða embættisins átti embættið að standa á henni.Önnur niðurstaða er fráleit í ljósi kröfunnar um sjálfstætt og faglegt ákæruvald – breytir engu þó undiritaður sé henni ósammála. Það vekur því mikla undrun og furðu að þrátt fyrir þessa niðurstöðu embættisins skuli málið hafa verið þar til meðferðar á fjórða ár. Af viðtalinu verður ráðið að rannsóknin hafi hafist vegna þrýstings alþingismanna. Orð ríkislögreglustjóra eru áfellisdómur yfir embættinu, því þau verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkislögreglustjóraembættið sé ekki nægilega sjálfstætt og faglegt – það sveiflist eftir tíðaranda hverju sinni og/eða viðhorfum og kröfum stjórnmálamanna.Við lestur viðtalsins vöknuðu óhjákvæmilega spurningar um réttmæti ásakana sakborninga í svokölluðu Baugsmáli. Þeir hafa lengi haldið því fram að rót þess máls megi rekja til viðhorfa stjórnmálamanna. Yfirlýsing ríkislögreglustjóra er vatn á þeirra myllu.Sambærileg mál fái sambærilega meðferðÍ lýðræðisríki er krafan: Sömu leikreglur fyrir alla. Ef valdhafar eiga að öðlast trúverðugleika verða þeir að beita valdinu þannig að allir séu jafnir fyrir lögum. Sambærileg mál fái sambærilega meðferð.Trúverðugleika öðlast menn ekki af því að fylla brjóst sitt og ermar af heiðursmerkjum eða íklæðast skrautlegum búningum – annað og miklu meira þarf að koma til. Olíumálið laut að miklum hagsmunum og samráð félaganna olli sannanlega miklu tjóni. Fé var haft af almenningi, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. Lögreglurannsóknin birtist almenningi þannig að ekki væru til nægir fjármunir til að sinna henni, auk þess sem ríkislögreglustjóri dró lappirnar og virðist ekki hafa vandað sig.Á sama tíma fóru hundruð milljóna í rannsókn Baugsmálsins. Við þá rannsókn virtist aldrei skorta fé eða áhuga. Þrátt fyrir það er enn óljóst hverjir voru þolendur í því máli. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að sambærileg mál fái samskonar meðferð. Ella missa stjórnvöld tiltrú almennings.Hæfni ríkislögreglustjóra og spurningarÍ upphafi vísaði ég til þess að ríkislögreglustjóri hefði sakað kjörna fulltrúa þjóðarinnar um að reyna að grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra ríkisstofnana. Hér er ríkislögreglustjóri að saka alþingismenn um að vega að stjórnskipun landsins. Þessi orð sín verður ríkislögreglustjóri að skýra frekar – ella teljast þau dauð og ómerk.Þá þarf ekki að koma á óvart, m.a. í ljósi orða ríkislögreglustjóra um ósjálfstæði embættisins og niðurstöðu dómstóla í mörgum erfiðum málum, sem embættið hefur haft til rannsóknar, að margir efist um hæfni og getu ríkislögreglustjóra til að stýra embættinu. Við lestur viðtalsins vakti sérstaka athygli mína að ekki var spurt augljósra spurninga. Leyfi ég mér að láta eftirfarandi spurningar fljóta með í þeirri von að ríkislögreglustjóri sjái sér fært að svara þeim á þessum vettvangi, auk þess sem hann skýri mun betur hvað felist í ásökunum hans á hendur kjörnum fulltrúum á Alþingi. 1. Hvernig stóð á því að rannsókn á olíumálinu stóð yfir í á fjórða ár, ef rannsóknaraðili var sannfærður um að engar forsendur voru fyrir rannsókninni? 2. Eru fleiri dæmi en olíumálið svokallaða um að sakamálarannsókn hafi hafist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherrum og/eða alþingismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórnmálamenn – alþingismenn/ráðherrar – höfðu þau áhrif að lögreglurannsókn hófst? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viðurkennt að utanaðkomandi áhrif urðu til þess að lögreglurannsókn hófst gagnvart einstaklingum, þvert á faglegt mat embættisins?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í nýlegu opnuviðtali Mbl. við ríkislögreglustjóra, Harald Johannessen, fer hann mikinn. Þar sakar hann m.a. kjörna fulltrúa á Alþingi um að vilja grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra stofnana ríkisins. Í ljósi stöðu ríkislögreglustjóra ber að taka ásakanir hans alvarlega. Í viðtalinu segist ríkislögreglustjóri hafa séð fyrir að ákærum á hendur einstaklingum í olíumálinu yrði vísað frá dómi. Málið hafi verið tekið til rannsóknar hjá lögreglu vegna þrýstings stjórnmálamanna og þeir þurfi nú – í ljósi niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar – að skýra aðkomu sína að umræðunni. Undir þetta sjónarmið var tekið í Reykjavíkurbréfi Mbl. Undirritaður hefur tekið þátt í opinberri umræðu um ríkislögreglustjóraembættið og olíumálið og tekur þessa beiðni eðlilega til sín. Mér er því bæði ljúft og skylt að verða við beiðni þeirra félaga – þ.e.a.s. ríkislögreglustjóra og Morgunblaðsins um frekari umræðu.Hæstiréttur og ríkislögreglustjóriMeirihluti Hæstaréttar segir í niðurstöðum sínum að málið hafi farið forgörðum í meðförum ríkislögreglustjóra. Skýrslum sem starfsmenn olíufélaganna gáfu Samkeppnisstofnun hafi ekki verið haldið nægilega aðgreindum við rannsókn málsins. Þar sem ríkislögreglustjóri hafi gert þessar skýrslur að gögnum refsimálsins hafi sakborningar ekki fengið sanngjarna málsmeðferð og rannsókn ríkislögreglustjóra taldist vera gölluð. Í ljósi þessa vísaði meirihluti Hæstaréttar málinu frá dómi.Niðurstaða Hæstaréttar er endanleg. Hin undarlega niðurstaða Hæstaréttar í málinu hefði getað verið ríkislögreglustjóra málsvörn, ef hann hefði ekki sagst hafa séð hana fyrir eins og hann segir í viðtalinu við Mbl. Í ljósi þessa er eðlilegt að gera ríkar kröfur til þess að vandað hefði verið sérstaklega til rannsóknarinnar. Það telur Hæstiréttur ekki hafa verið gert. Meirihluti Hæstaréttar byggir niðurstöðu sína um frávísun á túlkun ákvæða mannréttindasáttmála og stjórnarskrár um sanngjarna málsmeðferð. Túlkun meirihlutans á sér ekki fordæmi, svo vitað sé.Meginreglan við túlkun ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu að þessu leyti hefur verið sú að yfirlýsing einstaklings fyrir stjórnvaldi, þar sem hann játar á sig brot, skuli ekki notuð í refsimáli ef hún er fengin fram með ólögmætum þvingunum. Hér er því lykilspurningin hvort játningar starfsmanna olíufélaganna fyrir samkeppnisyfirvöldum hafi verið knúnar fram með þvingunum. Eins og Eiríkur Tómasson lagaprófessor benti á í merku erindi var engri þvingun beitt gagnvart forstjórum olíufélaganna því þeir óskuðu eftir því að fá að gefa skýrslur.Í þessu tilviki höfðu olíufélögin beinan hag af samstarfi við stjórnvöld. Það gaf þeim vonir um lægri stjórnvaldssektir. Það var því ekki aðeins kristileg iðrun og samviskubit, sem kallaði á játningar, heldur ekki síður fjárhagslegir hagsmunir olíufélaganna. Það eru mannréttindi að einstaklingar fái af fúsum og frjálsum vilja létt á samvisku sinni með skýrslugjöf fyrir yfirvöldum. Skýrslugjöfin breytist í forréttindi ef hún hefur í för með sér lækkun sekta og niðurfellingu refsingar – einhverskonar afsláttartilboð ríkisins – tveir fyrir einn. Að sú frjálsa skýrslugjöf eigi þátt í því að refsimálið eyðilegðist stenst hvorki lögfræðilega né út frá heilbrigðri skynsemi. Hin fordæmalausa túlkun Hæstaréttar á mannréttindaákvæðum er því ákaflega ívilnandi fyrir fjársterka einstaklinga sem vilja stunda skaðleg efnahagsbrot.Krafan er sjálfstætt lögreglu- og ákæruvaldSjálfstætt og faglegt ákæru- og lögregluvald er hornsteinn refsivörslukerfisins. Sá sem fer með þetta vald verður að vera undir það búinn að mæta umræðu og gagnrýni um störf sín. Refsivörslukerfið er ekki einkamál fáeinna útvalinna. Það varðar allt samfélagið. Í áðurnefndu viðtali segir ríkislögreglustjóri að hann hafi frá upphafi talið vafasamt að hefja lögreglurannsókn vegna olíumálsins. Ef það var fagleg niðurstaða embættisins átti embættið að standa á henni.Önnur niðurstaða er fráleit í ljósi kröfunnar um sjálfstætt og faglegt ákæruvald – breytir engu þó undiritaður sé henni ósammála. Það vekur því mikla undrun og furðu að þrátt fyrir þessa niðurstöðu embættisins skuli málið hafa verið þar til meðferðar á fjórða ár. Af viðtalinu verður ráðið að rannsóknin hafi hafist vegna þrýstings alþingismanna. Orð ríkislögreglustjóra eru áfellisdómur yfir embættinu, því þau verða ekki skilin á annan veg en þann að ríkislögreglustjóraembættið sé ekki nægilega sjálfstætt og faglegt – það sveiflist eftir tíðaranda hverju sinni og/eða viðhorfum og kröfum stjórnmálamanna.Við lestur viðtalsins vöknuðu óhjákvæmilega spurningar um réttmæti ásakana sakborninga í svokölluðu Baugsmáli. Þeir hafa lengi haldið því fram að rót þess máls megi rekja til viðhorfa stjórnmálamanna. Yfirlýsing ríkislögreglustjóra er vatn á þeirra myllu.Sambærileg mál fái sambærilega meðferðÍ lýðræðisríki er krafan: Sömu leikreglur fyrir alla. Ef valdhafar eiga að öðlast trúverðugleika verða þeir að beita valdinu þannig að allir séu jafnir fyrir lögum. Sambærileg mál fái sambærilega meðferð.Trúverðugleika öðlast menn ekki af því að fylla brjóst sitt og ermar af heiðursmerkjum eða íklæðast skrautlegum búningum – annað og miklu meira þarf að koma til. Olíumálið laut að miklum hagsmunum og samráð félaganna olli sannanlega miklu tjóni. Fé var haft af almenningi, fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum. Lögreglurannsóknin birtist almenningi þannig að ekki væru til nægir fjármunir til að sinna henni, auk þess sem ríkislögreglustjóri dró lappirnar og virðist ekki hafa vandað sig.Á sama tíma fóru hundruð milljóna í rannsókn Baugsmálsins. Við þá rannsókn virtist aldrei skorta fé eða áhuga. Þrátt fyrir það er enn óljóst hverjir voru þolendur í því máli. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að sambærileg mál fái samskonar meðferð. Ella missa stjórnvöld tiltrú almennings.Hæfni ríkislögreglustjóra og spurningarÍ upphafi vísaði ég til þess að ríkislögreglustjóri hefði sakað kjörna fulltrúa þjóðarinnar um að reyna að grafa undan trúverðugleika lögreglu og annarra ríkisstofnana. Hér er ríkislögreglustjóri að saka alþingismenn um að vega að stjórnskipun landsins. Þessi orð sín verður ríkislögreglustjóri að skýra frekar – ella teljast þau dauð og ómerk.Þá þarf ekki að koma á óvart, m.a. í ljósi orða ríkislögreglustjóra um ósjálfstæði embættisins og niðurstöðu dómstóla í mörgum erfiðum málum, sem embættið hefur haft til rannsóknar, að margir efist um hæfni og getu ríkislögreglustjóra til að stýra embættinu. Við lestur viðtalsins vakti sérstaka athygli mína að ekki var spurt augljósra spurninga. Leyfi ég mér að láta eftirfarandi spurningar fljóta með í þeirri von að ríkislögreglustjóri sjái sér fært að svara þeim á þessum vettvangi, auk þess sem hann skýri mun betur hvað felist í ásökunum hans á hendur kjörnum fulltrúum á Alþingi. 1. Hvernig stóð á því að rannsókn á olíumálinu stóð yfir í á fjórða ár, ef rannsóknaraðili var sannfærður um að engar forsendur voru fyrir rannsókninni? 2. Eru fleiri dæmi en olíumálið svokallaða um að sakamálarannsókn hafi hafist vegna utanaðkomandi þrýstings frá stjórnmálamönnum – ráðherrum og/eða alþingismönnum? 3. Hvaða nafngreindir stjórnmálamenn – alþingismenn/ráðherrar – höfðu þau áhrif að lögreglurannsókn hófst? 4. Er ríkislögreglustjóra sætt í embætti eftir að hafa viðurkennt að utanaðkomandi áhrif urðu til þess að lögreglurannsókn hófst gagnvart einstaklingum, þvert á faglegt mat embættisins?Höfundur er alþingismaður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun