Reykjavík: í þjónustu fólksins 8. mars 2007 05:00 Það var mjög fræðandi að fara á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis um daginn, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum; svifryki, umferðarhættu, hávaðamengun og fleira sem íbúar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugavert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ – að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir – fullorðnir og börn – anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn að heimsækja hvert annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn við Miklubraut er nánast 70 desíbil. Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá varð svæðið vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegustu og fátækustu hverfum borgarinnar á nokkrum áratugum. Auk þess skiptir hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni, Baltimore. Viljum við skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þátttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg að fræða fólk um aðra umferðarvalkosti – það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum? Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigendur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg – við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða önnur Baltimore. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Rvk. norður. Flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það var mjög fræðandi að fara á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis um daginn, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum; svifryki, umferðarhættu, hávaðamengun og fleira sem íbúar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugavert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ – að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir – fullorðnir og börn – anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn að heimsækja hvert annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn við Miklubraut er nánast 70 desíbil. Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá varð svæðið vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegustu og fátækustu hverfum borgarinnar á nokkrum áratugum. Auk þess skiptir hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni, Baltimore. Viljum við skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þátttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg að fræða fólk um aðra umferðarvalkosti – það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum? Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigendur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg – við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða önnur Baltimore. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Rvk. norður. Flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun