Reykjavík: í þjónustu fólksins 8. mars 2007 05:00 Það var mjög fræðandi að fara á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis um daginn, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum; svifryki, umferðarhættu, hávaðamengun og fleira sem íbúar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugavert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ – að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir – fullorðnir og börn – anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn að heimsækja hvert annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn við Miklubraut er nánast 70 desíbil. Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá varð svæðið vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegustu og fátækustu hverfum borgarinnar á nokkrum áratugum. Auk þess skiptir hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni, Baltimore. Viljum við skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þátttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg að fræða fólk um aðra umferðarvalkosti – það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum? Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigendur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg – við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða önnur Baltimore. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Rvk. norður. Flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það var mjög fræðandi að fara á fund Íbúasamtaka þriðja hverfis um daginn, þar sem greint var frá nokkrum vandamálum; svifryki, umferðarhættu, hávaðamengun og fleira sem íbúar í Hlíðunum, Holtunum og Norðurmýrinni þurfa að glíma við. Sérstaklega var áhugavert þegar Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtakanna, talaði um „umferðareyjar“ – að Hringbraut, Miklabraut, Kringlumýrarbraut, Snorrabraut, Bústaðavegur, Laugavegur og Langahlíð séu eins og risavaxin fljót sem skipta hverfinu í fimm eyjar. Umferð er svo mikil um þessi svæði að íbúarnir – fullorðnir og börn – anda að sér gríðarlega miklu svifryki á hverjum einasta degi. Það er hættulegt fyrir börn að heimsækja hvert annað með því að fara yfir götuna. Hávaðinn við Miklubraut er nánast 70 desíbil. Þetta er eitthvað sem ég þekki mjög vel af eigin reynslu. Heimaborgin mín, Baltimore í Bandaríkjunum, er líka algjör skipulagsmartröð. Þegar Martin Luther King Boulevard, í suðvesturhluta borgarinnar, var breikkuð þá varð svæðið vestur af Martin Luther King Boulevard líka að eyju og breyttist þá frá því að vera fínt hverfi í eitt af hættulegustu og fátækustu hverfum borgarinnar á nokkrum áratugum. Auk þess skiptir hraðbraut, sem byggð var til að þjónusta einkabílinn, borginni næstum því í tvennt. Þetta eru bara tvö af mörgum dæmum frá heimaborginni minni, Baltimore. Viljum við skera Reykjavík niður í nokkrar ótengdar eyjar sem eru mengaðar af svifryki og útblæstri frá einkabílum? Eða viljum við læra af mistökum annarra? Ég held að við ættum að reyna að gera ekki sömu mistök og voru til dæmis gerð í borginni þar sem ég ólst upp. Það krefst auðvitað þátttöku frá íbúum, borgarstjórn og þingmönnum. Til að byrja með þarf að tryggja að málaflokkurinn fái nægilegt fjármagn í samgönguáætlun. En til að minnka umferðina í þriðja hverfi og fleiri hverfum Reykjavíkur er ekki nóg að fræða fólk um aðra umferðarvalkosti – það þarf líka að gera þá að raunhæfum valkosti. Við eigum að hvetja fólk til að ganga, hjóla og taka strætó. Við getum líka takmarkað notkun á tilgangslausum nagladekkjum, lækkað hámarkshraðann, og sett Miklubraut í stokk. En hvað með að leggja fleiri göngu- og reiðhjólastíga í borginni? Hvað með að lækka verðið í strætó? Eða reyna að stýra bílaumferðinni frá helstu íbúasvæðunum? Sumir segja að við ættum ekki að fara í stríð við bíleigendur. Það viljum við Vinstri græn ekki heldur. En við bendum bara á að flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg – við viljum að fólkið og heilsa þess hafi meira vægi en bílarnir. Reykjavík þarf alls ekki að verða önnur Baltimore. Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Rvk. norður. Flestum Íslendingum þykir meira vænt um fjölskylduna sína en bílinn sinn. Það er nóg pláss fyrir hvort tveggja í þessari borg
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar