Höfnum heræfingum á Íslandi! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun