Hafnarfjörður – stærsti álbræðslubær í Evrópu? 21. febrúar 2007 05:00 Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Ólafsson, kennari í Hafnarfirðí skrifar. Verði álbræðslan í Straumsvík stækkuð þrefalt eins og fyrirhugað er, verður Hafnarfjörður stærsti álbræðslubær í Evrópu. Er það framtíðarsýnin sem við viljum fyrir bæinn okkar? Fyrirhugaðar kosningar 31. mars eru gríðarlega mikilvægar fyrir framtíð Hafnarfjarðar næstu 60 árin, sem er áætlaður líftími nýrrar álbræðslu. Við erum svo lánsöm að búa í einu fallegasta umhverfi bæjar á landinu. Því er ábyrgð okkar mikil. Viljum við áfram búa við fjölbreytt atvinnulíf eða viljum við að álbræðslufyrirtæki, fyrirtæki sem ganga kaupum og sölum í heiminum í dag, verði ráðandi vinnuveitandi í bænum? Viljum við bæ þar sem kannski verður ekki þorandi að láta ung börn sofa úti í vögnum í hverfum sem eru næst álbræðslunni? Þetta á ekki aðeins við um Vellina, heldur líka framtíðarbyggingarland bæjarins sunnan við álbræðsluna. Fasteignasalar, ekki aðeins í Hafnarfirði, halda því fram að íbúðakaupendur haldi að sér höndum fram yfir 31. mars með að ákveða hvort kaupa skuli íbúð í Hafnarfirði, og það ekki aðeins á Völlunum, heldur hvar sem er í bænum. Með stækkun álbræðslunnar verður Hafnarfjörður ekki lengur fýsilegur bær til þess að flytja til. Viljum við ekki fjölgun íbúa í bænum og þar með auknar skatttekjur, sem notaðar yrðu til þess að byggja upp bætta þjónustu við íbúana? Viljum við búa í álbræðslubæ þar sem íbúðarverð verður lægra en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu? Viljum við bæ sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn, en mikil aukning hefur orðið á komu þeirra til bæjarins og þjónusta og uppbygging fyrir ferðamenn aukist mjög á undanförnum árum? Óþrjótandi möguleikar eru til aukinnar fjölbreytni á þessu sviði sem ævintýralegt umhverfi bæjarins býður upp á. Valið stendur ekki á milli þess að tína fjallagrös á sauðskinnsskóm til þess að lifa af, eða vinna í álbræðslu. Möguleikarnir eru óendanlegir og atvinnuástand er með því besta á landinu. Hafnfirðingar! Stöndum vörð um bæinn okkar - látum ekki mengandi álbræðslu skemma lífsgæði og framtíðarmöguleika okkar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar