Ábyrgð eða ógæfa 20. febrúar 2007 05:00 Æ fleirum er að verða ljóst hversu stórt óheillaspor stóriðjustefnan er og afleiðingar hennar fyrir þjóðina um langa framtíð. Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir þeim mikla „fórnarkostnaði” sem felst í náttúruspjöllunum. Sívaxandi er sá fjöldi sem gerir sér grein fyrir þeirri skammsýni sem ráðið hefir gerðum núverandi forystumanna. Fjöldi greina hefir birst að undanförnu í dagblöðum þar sem deilt er á stjórnvöld í þessu máli. Eg leyfi mér að nefna nokkur dæmi sem menn ættu að kynna sér sem best. Mörður Árnason birti í Blaðinu 19. janúar sl. grein undir fyrirsögninni „Stóriðjuákvæðið: Ekkert pláss fyrir stækkun í Straumsvík.” Ómar Ragnarsson kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu 15. janúar sl. undir yfirskriftinni „Þegar grímunni allri er svipt af.” Ólafur Hannibalsson gerði stóriðjumálunum góð skil í Fréttablaðinu 24. janúar í greininni „Álsýn – tálsýn.” Enn vil ég nefna grein Björns Gunnars Ólafssonar í Morgunblaðinu 18. janúar: „Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar?” Þar segir hann m.a.: „Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver ... Árin 2003 og 2004 var framlag álframleiðslu til vergrar landsframleiðslu aðeins um 1,4% að meðaltali. ... formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð – orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku.” Allt er þetta hárrétt athugað og sýnir ljóslega að Íslendingar selja sína orku á útsöluverði í samkeppni við lönd þriðja heimsins. Fjölþjóðhringarnir, að margir telja með stuðningi Alþjóðabankans, stýra hagkerfum landa þriðja heimsins þannig að þau verði sem háðust einni tegund frumvinnslu, kaffi í einu landinu, kakó í öðru o.s.frv. Síðan stýra þeir heimsmarkaðsverðinu og gera löndin með þessu móti háð sér og raunverulega ósjálfbjarga. Einnig þannig reyna íslensk stjórnvöld að stýra hagkerfinu hérlendis og það algjörlega að óþörfu. Hagfræðilega er rafmagn bara ein tegund hráefnis til framleiðslu á einni og sömu vörutegundinni og sú framleiðsla er alfarið í höndum erlendra auðhringa. Öllum ætti að vera ljóst að slíkt getur aldrei samrýmst efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað skyldi mönnum koma til? Um þetta segir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur réttilega: „Í þróuðum hagkerfum fer hlutfallslegt mikilvægi frumvinnslugreina ört minnkandi. ... Verð ákveðst á heimsmarkaði og er mjög sveiflukennt. ... Í upphafi síðustu aldar var lögð mikil áhersla á frumframleiðslugreinar sem tæki til hagþróunar. Oft urðu náttúruauðlindir ofnýttar fyrir vikið án þess að örva vöxt í öðrum hlutum hagkerfisins. Í stað frumvinnslugreina er efling úrvinnslu- og þjónustugreina nú talin betri leið til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og minnka hagsveiflur.” Fyrir nokkrum árum dreifði íslenska ríkisstjórnin pésa nokkrum um víðan völl erlendis þar sem Ísland var auglýst og sérstaklega bent á lágt orkuverð og lítið eftirlit með umhverfismálum fyrirtækja. Þessi bæklingur var á ensku og honum ekki ætlað að koma fyrir augu manna hér innanlands. Auðhringarnir tjalda ekki til einnar nætur. Þeir heimta lágt orkuverð bundið til langs tíma. Síðan reisa þeir kröfu um stækkun og hóta að fara burt ef ekki er á það fallist. Við eigum að taka Alcan á orðinu. Því fyrr sem þeir pakka saman í Straumsvík þeim mun betra. Höfundur er jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Æ fleirum er að verða ljóst hversu stórt óheillaspor stóriðjustefnan er og afleiðingar hennar fyrir þjóðina um langa framtíð. Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir þeim mikla „fórnarkostnaði” sem felst í náttúruspjöllunum. Sívaxandi er sá fjöldi sem gerir sér grein fyrir þeirri skammsýni sem ráðið hefir gerðum núverandi forystumanna. Fjöldi greina hefir birst að undanförnu í dagblöðum þar sem deilt er á stjórnvöld í þessu máli. Eg leyfi mér að nefna nokkur dæmi sem menn ættu að kynna sér sem best. Mörður Árnason birti í Blaðinu 19. janúar sl. grein undir fyrirsögninni „Stóriðjuákvæðið: Ekkert pláss fyrir stækkun í Straumsvík.” Ómar Ragnarsson kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu 15. janúar sl. undir yfirskriftinni „Þegar grímunni allri er svipt af.” Ólafur Hannibalsson gerði stóriðjumálunum góð skil í Fréttablaðinu 24. janúar í greininni „Álsýn – tálsýn.” Enn vil ég nefna grein Björns Gunnars Ólafssonar í Morgunblaðinu 18. janúar: „Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar?” Þar segir hann m.a.: „Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver ... Árin 2003 og 2004 var framlag álframleiðslu til vergrar landsframleiðslu aðeins um 1,4% að meðaltali. ... formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð – orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku.” Allt er þetta hárrétt athugað og sýnir ljóslega að Íslendingar selja sína orku á útsöluverði í samkeppni við lönd þriðja heimsins. Fjölþjóðhringarnir, að margir telja með stuðningi Alþjóðabankans, stýra hagkerfum landa þriðja heimsins þannig að þau verði sem háðust einni tegund frumvinnslu, kaffi í einu landinu, kakó í öðru o.s.frv. Síðan stýra þeir heimsmarkaðsverðinu og gera löndin með þessu móti háð sér og raunverulega ósjálfbjarga. Einnig þannig reyna íslensk stjórnvöld að stýra hagkerfinu hérlendis og það algjörlega að óþörfu. Hagfræðilega er rafmagn bara ein tegund hráefnis til framleiðslu á einni og sömu vörutegundinni og sú framleiðsla er alfarið í höndum erlendra auðhringa. Öllum ætti að vera ljóst að slíkt getur aldrei samrýmst efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað skyldi mönnum koma til? Um þetta segir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur réttilega: „Í þróuðum hagkerfum fer hlutfallslegt mikilvægi frumvinnslugreina ört minnkandi. ... Verð ákveðst á heimsmarkaði og er mjög sveiflukennt. ... Í upphafi síðustu aldar var lögð mikil áhersla á frumframleiðslugreinar sem tæki til hagþróunar. Oft urðu náttúruauðlindir ofnýttar fyrir vikið án þess að örva vöxt í öðrum hlutum hagkerfisins. Í stað frumvinnslugreina er efling úrvinnslu- og þjónustugreina nú talin betri leið til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og minnka hagsveiflur.” Fyrir nokkrum árum dreifði íslenska ríkisstjórnin pésa nokkrum um víðan völl erlendis þar sem Ísland var auglýst og sérstaklega bent á lágt orkuverð og lítið eftirlit með umhverfismálum fyrirtækja. Þessi bæklingur var á ensku og honum ekki ætlað að koma fyrir augu manna hér innanlands. Auðhringarnir tjalda ekki til einnar nætur. Þeir heimta lágt orkuverð bundið til langs tíma. Síðan reisa þeir kröfu um stækkun og hóta að fara burt ef ekki er á það fallist. Við eigum að taka Alcan á orðinu. Því fyrr sem þeir pakka saman í Straumsvík þeim mun betra. Höfundur er jógakennari.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun