Kársnesið: Sveit í borg 20. febrúar 2007 04:45 Helgi Helgason skrifar. Á Kársnesinu í Kópavogi eru komnar fram mjög vafasamar hugmyndir um nýja byggð með uppfyllingu í sjó fram. Við sem byggjum Kársnesið höfum miklar áhyggjur af þessu máli. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur margoft hundsað mótmæli íbúa Kópavogs þegar framkvæmdir eru annars vegar. Þess vegna höfum við áhyggjur. Ég vil nefna eitt dæmi sérstaklega máli mín til stuðnings. Það var þegar bæjarstjórnin ætlaði með ofbeldi að láta reisa Digraneskirkju milli Lyngheiðar og Melheiðar (við hinn svo kallaða Víghól). Þrátt fyrir mótmæli íbúa ætlaði bæjarstjórnin að virða mótmælin að vettugi. Í þessu máli átti að valta algjörlega yfir þá íbúa sem bjuggu í þessum tveimur götum. Með samstilltu átaki íbúa, ekki bara þeirra sem bjuggu við þessar tvær götur, heldur og annarra íbúa Kópavogs sem blöskraði yfirgangur bæjarstjórnar, var málið blásið út af borðinu á aðalfundi sóknarinnar. Allir vita hvar kirkjan stendur í dag. Á stað sem hún sómir sér mjög vel. Þó umferð eigi að vera greið á þessu svæði verður samt á stundum algjör umferðarteppa í og við kirkjuna. Allir Kópavogsbúar sem muna vel eftir þeirri staðsetningu sem upphaflega var ráðgerð sjá nú hvílíkt feigðarflan það hefði verið út frá stærð kirkjunnar og umferðarþunga við hana að staðsetja hana við Víghólinn. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð dæmigerð fyrir núverandi meirihluta. Ég nefni úthlutun lóða á Kópavogstúni. Ég nefni nýjasta dæmið þar sem auðmanni á að úthluta lóð eftir pöntun. Allt þetta nefni ég vegna þess að ég hef enga trú á öðru en að bæjarstjórn ætli sér að koma þessum óskapnaði sínum á Kársnesinu í framkvæmd með klækjum eins og hún hefur gert í öðrum málum og reynt í enn öðrum málum eins og ég hef nefnt. Vesturbær Kópavogs er ennþá mjög rólegt og friðsælt svæði. Þar er gott að búa. Ætti báðum forystumönnum meirihlutans að vera það ljóst enda búa þeir báðir í þeim bæjarhluta. En hvernig stendur þá á því að þeir leyfa sér að ganga fram af alvöru með slíkar hugmyndir sem þessar? Ég vona að þessir ágætu menn sjái að sér. Ef ekki, þá þarf að hrekja þá frá völdum í næstu bæjarstjórnarkosningum. Haldi núverandi meirihluti áætlunum sínum til streitu um aukna byggð sem þýðir aukinn umferðarvanda, umhverfisspjöll og síðast en ekki síst að breyta vesturbæ Kópavogs úr þægilegum kyrrlátum bæjarhluta í litla borg þurfum við á öllum bæjarbúum að halda til að hrinda þeim áætlunum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Helgason skrifar. Á Kársnesinu í Kópavogi eru komnar fram mjög vafasamar hugmyndir um nýja byggð með uppfyllingu í sjó fram. Við sem byggjum Kársnesið höfum miklar áhyggjur af þessu máli. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur margoft hundsað mótmæli íbúa Kópavogs þegar framkvæmdir eru annars vegar. Þess vegna höfum við áhyggjur. Ég vil nefna eitt dæmi sérstaklega máli mín til stuðnings. Það var þegar bæjarstjórnin ætlaði með ofbeldi að láta reisa Digraneskirkju milli Lyngheiðar og Melheiðar (við hinn svo kallaða Víghól). Þrátt fyrir mótmæli íbúa ætlaði bæjarstjórnin að virða mótmælin að vettugi. Í þessu máli átti að valta algjörlega yfir þá íbúa sem bjuggu í þessum tveimur götum. Með samstilltu átaki íbúa, ekki bara þeirra sem bjuggu við þessar tvær götur, heldur og annarra íbúa Kópavogs sem blöskraði yfirgangur bæjarstjórnar, var málið blásið út af borðinu á aðalfundi sóknarinnar. Allir vita hvar kirkjan stendur í dag. Á stað sem hún sómir sér mjög vel. Þó umferð eigi að vera greið á þessu svæði verður samt á stundum algjör umferðarteppa í og við kirkjuna. Allir Kópavogsbúar sem muna vel eftir þeirri staðsetningu sem upphaflega var ráðgerð sjá nú hvílíkt feigðarflan það hefði verið út frá stærð kirkjunnar og umferðarþunga við hana að staðsetja hana við Víghólinn. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð dæmigerð fyrir núverandi meirihluta. Ég nefni úthlutun lóða á Kópavogstúni. Ég nefni nýjasta dæmið þar sem auðmanni á að úthluta lóð eftir pöntun. Allt þetta nefni ég vegna þess að ég hef enga trú á öðru en að bæjarstjórn ætli sér að koma þessum óskapnaði sínum á Kársnesinu í framkvæmd með klækjum eins og hún hefur gert í öðrum málum og reynt í enn öðrum málum eins og ég hef nefnt. Vesturbær Kópavogs er ennþá mjög rólegt og friðsælt svæði. Þar er gott að búa. Ætti báðum forystumönnum meirihlutans að vera það ljóst enda búa þeir báðir í þeim bæjarhluta. En hvernig stendur þá á því að þeir leyfa sér að ganga fram af alvöru með slíkar hugmyndir sem þessar? Ég vona að þessir ágætu menn sjái að sér. Ef ekki, þá þarf að hrekja þá frá völdum í næstu bæjarstjórnarkosningum. Haldi núverandi meirihluti áætlunum sínum til streitu um aukna byggð sem þýðir aukinn umferðarvanda, umhverfisspjöll og síðast en ekki síst að breyta vesturbæ Kópavogs úr þægilegum kyrrlátum bæjarhluta í litla borg þurfum við á öllum bæjarbúum að halda til að hrinda þeim áætlunum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar