Er nægjanlegt að játa mistök? 16. febrúar 2007 05:00 Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar