Er nægjanlegt að játa mistök? 16. febrúar 2007 05:00 Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar