Ný stefna setur markið hátt 16. febrúar 2007 05:00 Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun