Líf eða dauði 15. febrúar 2007 05:00 Við erum með fremstu þjóðum heims á mörgum sviðum, svo sem fiskveiðiflota og flestu sem lýtur að nýtingu og úrvinnslu sjávarfurða. Rafvæðingu í heimsklassa. Erum með stæsta flugflota heims miðað við fræga höfðatölu. Við byggjum hús í háum gæðastaðli. Jarðhitanýting er sú mesta sem þekkt er í heiminum. Höfum góða skóla, hátt menntastig, einn minnsti ungbarnadauði í heimi. Íslenskir einstaklingar og félög kaupa fyrirtæki úti um allan heim fyrir hundruð milljarða króna. Eftir þessa upptalningu er sorglegt til að hugsa að við skulum kannski vera 40 til 50 árum á eftir í uppbyggingu vega á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Hvað er að ? Þjóðin horfði upp á það fyrir stuttu að nýr vegur var lagður í gegnum Svínahraun, milli Litlu kaffistofunnar og Skíðaskála-brekkunnar, sem var góðra gjalda vert. Þá gerði ég mér vonir um að það væri upphafið að alvöru vegalögn milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég man það ríkti gleði í huga mér. Ég lét því hugann reika yfir þessa væntanlegu vegaframkvæmd, sá fyrir mér breiðar aðskildar brautir, þráðbeinar línur gegnum hraunið. Og ef eitthvað væri hugsað fram í tímann þá yrði byggður vegur 2+2 með vel aðskildum brautum, já ætli það verði ekki niðurstaðan og hún ásættanleg í bili? Þetta voru mínar hugrenningar á þeim tíma. En hvað blasti svo við vegfarendum þegar fyrr nefndur vegur var fullbyggður og opnaður fyrir umferð? Vegur 2+1, já, ég segi vegur 2+1, hvaða snillingi eða snillingum datt þetta snjallræði í hug, að byggja nýjan veg á þessari fjölförnu leið niður í eina akrein að hluta. Þvílík framsýni og fyrirhyggja. Í stað þess að byggja aðskildar brautir 2+2 með minnst 10 til 20 metra breiðu auðu belti sem kalla mætti lífbelti. Ég þarf ekki að útskýra fyrir mönnum muninn á þessum útfærslum svo augljós er hann. Ég tel að þarna sé um líf eða dauða að tefla. Sú reynsla sem nýi Keflavíkurvegurinn hefur fært okkur með aðskildar akbrautir 2+2 segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki þyrma mannslífum, það viljum við öll. Of margir hafa fallið á leiðinni Reykjavík-Selfoss, svo við hljótum að leggja allt í sölurnar til að forðast þessi hörmulegu dauðaslys. Það gerum við ekki með því að byggja veg 2+1, sem er vegur með samliggjandi brautir úr gagnstæðum áttum, sem er í raun dauðagildra, enda erlendis nefnt dauðabraut, er mér sagt, að auki afkastageta lítil. Svo vanþróuð erum við í uppbyggingu vegakerfisins að ekki er einu sinni lokið við að koma varanlegu bundnu slitlagi á hringveg landsins, þó er árið 2007 gengið í garð. Ég geri mér grein fyrir takmörkuðu fjármagni okkar. En er ekki eitthvað til sem heitir Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna? Sjóður sem hjálpað hefur vanþróðuðum þjóðum á mörgum sviðum. Svo sannarlega erum við vanþróuð í uppbyggingu vega okkar. En það má líka þakka það sem vel er gert, samanber nýi Keflavíkurvegurinn, mislæg gatnamót, Vesturlandsvegur, Suðurlandsbraut. Mislæg gatnamót þyrftum við á allar stofnbrautir borgarinnar, það myndi bylta umferðinni í Reykjavík til hins betra, sem við þurfum sannarlega á að halda, til að losna úr umferðaröngþveitinu og það strax. Við, svona fámenn þjóð, eigum ekki að þurfa að búa við umferðaröngþveiti og gerðum ekki ef rétt væri staðið að skipulagi og uppbyggingu gatna og vega. Ég minnist hvað Sturla Böðvarsson, þá nýorðinn samgönguráðherra, stóð fastur fyrir og traustur þegar ótrúlega þröngsýn afturhaldsöfl börðust með hávaða og látum gegn því að vegur yrði byggður yfir Snæfellsnes, skammt vestan Kerlingarskarðs, svokölluð Vatnaleið. Þar var Sturlu ekki haggað þó á móti væri blásið. Því var vegurinn byggður sem varð algjör bylting til hins betra fyrir Snæfellinga og reyndar alla sem um þann veg fara. Ég trúi því og treysti að Sturla Böðvarsson verði jafn staðfastur og framsýnn þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort vegur milli Reykjavíkur og Selfoss verður byggður sem nútíma framtíðarvegur, það er vegur 2+2, með aðskildum brautum, eða hoppað aftur til seinustu aldar með veg, 2+1. Þetta verkefni þolir í raun enga bið. Þó ég hafi ekki minnst á Sundabraut eða tvíbreiðan veg í Borgarfjörð gildir nákvæmlega sama lögmál um þá leið. Vegur 2+2, aðskildar brautir, það verkefni þolir heldur enga bið. Við erum þar á nákvæmlega sama báti. Árnesingar, ég þakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföldun og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Ef ykkur tekst baráttan, bjargið þið ef til vill mörgum mannslífum, sé til framtíðar horft. Þó ég hafi nefnt vegalögn, Reykjavík, Selfoss, Borgarfjörður, lít ég ekki á það sem einhvern endapunkt heldur sem aðeins upphaf að alvöru vegalögn umhverfis landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum með fremstu þjóðum heims á mörgum sviðum, svo sem fiskveiðiflota og flestu sem lýtur að nýtingu og úrvinnslu sjávarfurða. Rafvæðingu í heimsklassa. Erum með stæsta flugflota heims miðað við fræga höfðatölu. Við byggjum hús í háum gæðastaðli. Jarðhitanýting er sú mesta sem þekkt er í heiminum. Höfum góða skóla, hátt menntastig, einn minnsti ungbarnadauði í heimi. Íslenskir einstaklingar og félög kaupa fyrirtæki úti um allan heim fyrir hundruð milljarða króna. Eftir þessa upptalningu er sorglegt til að hugsa að við skulum kannski vera 40 til 50 árum á eftir í uppbyggingu vega á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Hvað er að ? Þjóðin horfði upp á það fyrir stuttu að nýr vegur var lagður í gegnum Svínahraun, milli Litlu kaffistofunnar og Skíðaskála-brekkunnar, sem var góðra gjalda vert. Þá gerði ég mér vonir um að það væri upphafið að alvöru vegalögn milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég man það ríkti gleði í huga mér. Ég lét því hugann reika yfir þessa væntanlegu vegaframkvæmd, sá fyrir mér breiðar aðskildar brautir, þráðbeinar línur gegnum hraunið. Og ef eitthvað væri hugsað fram í tímann þá yrði byggður vegur 2+2 með vel aðskildum brautum, já ætli það verði ekki niðurstaðan og hún ásættanleg í bili? Þetta voru mínar hugrenningar á þeim tíma. En hvað blasti svo við vegfarendum þegar fyrr nefndur vegur var fullbyggður og opnaður fyrir umferð? Vegur 2+1, já, ég segi vegur 2+1, hvaða snillingi eða snillingum datt þetta snjallræði í hug, að byggja nýjan veg á þessari fjölförnu leið niður í eina akrein að hluta. Þvílík framsýni og fyrirhyggja. Í stað þess að byggja aðskildar brautir 2+2 með minnst 10 til 20 metra breiðu auðu belti sem kalla mætti lífbelti. Ég þarf ekki að útskýra fyrir mönnum muninn á þessum útfærslum svo augljós er hann. Ég tel að þarna sé um líf eða dauða að tefla. Sú reynsla sem nýi Keflavíkurvegurinn hefur fært okkur með aðskildar akbrautir 2+2 segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki þyrma mannslífum, það viljum við öll. Of margir hafa fallið á leiðinni Reykjavík-Selfoss, svo við hljótum að leggja allt í sölurnar til að forðast þessi hörmulegu dauðaslys. Það gerum við ekki með því að byggja veg 2+1, sem er vegur með samliggjandi brautir úr gagnstæðum áttum, sem er í raun dauðagildra, enda erlendis nefnt dauðabraut, er mér sagt, að auki afkastageta lítil. Svo vanþróuð erum við í uppbyggingu vegakerfisins að ekki er einu sinni lokið við að koma varanlegu bundnu slitlagi á hringveg landsins, þó er árið 2007 gengið í garð. Ég geri mér grein fyrir takmörkuðu fjármagni okkar. En er ekki eitthvað til sem heitir Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna? Sjóður sem hjálpað hefur vanþróðuðum þjóðum á mörgum sviðum. Svo sannarlega erum við vanþróuð í uppbyggingu vega okkar. En það má líka þakka það sem vel er gert, samanber nýi Keflavíkurvegurinn, mislæg gatnamót, Vesturlandsvegur, Suðurlandsbraut. Mislæg gatnamót þyrftum við á allar stofnbrautir borgarinnar, það myndi bylta umferðinni í Reykjavík til hins betra, sem við þurfum sannarlega á að halda, til að losna úr umferðaröngþveitinu og það strax. Við, svona fámenn þjóð, eigum ekki að þurfa að búa við umferðaröngþveiti og gerðum ekki ef rétt væri staðið að skipulagi og uppbyggingu gatna og vega. Ég minnist hvað Sturla Böðvarsson, þá nýorðinn samgönguráðherra, stóð fastur fyrir og traustur þegar ótrúlega þröngsýn afturhaldsöfl börðust með hávaða og látum gegn því að vegur yrði byggður yfir Snæfellsnes, skammt vestan Kerlingarskarðs, svokölluð Vatnaleið. Þar var Sturlu ekki haggað þó á móti væri blásið. Því var vegurinn byggður sem varð algjör bylting til hins betra fyrir Snæfellinga og reyndar alla sem um þann veg fara. Ég trúi því og treysti að Sturla Böðvarsson verði jafn staðfastur og framsýnn þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort vegur milli Reykjavíkur og Selfoss verður byggður sem nútíma framtíðarvegur, það er vegur 2+2, með aðskildum brautum, eða hoppað aftur til seinustu aldar með veg, 2+1. Þetta verkefni þolir í raun enga bið. Þó ég hafi ekki minnst á Sundabraut eða tvíbreiðan veg í Borgarfjörð gildir nákvæmlega sama lögmál um þá leið. Vegur 2+2, aðskildar brautir, það verkefni þolir heldur enga bið. Við erum þar á nákvæmlega sama báti. Árnesingar, ég þakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföldun og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Ef ykkur tekst baráttan, bjargið þið ef til vill mörgum mannslífum, sé til framtíðar horft. Þó ég hafi nefnt vegalögn, Reykjavík, Selfoss, Borgarfjörður, lít ég ekki á það sem einhvern endapunkt heldur sem aðeins upphaf að alvöru vegalögn umhverfis landið.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun