Sögð og ósögð orð 15. febrúar 2007 05:00 Halldór Reynisson á fræðslusviði Biskupsstofu heldur því fram í Fréttablaðinu 8. febrúar að málflutningur gegn Vinaleiðinni sé „ófaglegur“. Ástæðan virðistvera sú að hann telur vegið ómaklega að sr. Hans Guðbergi, sem er fulltrúi trúfélags inni í grunnskólum. En persóna eða drengskapur þessa manns kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Í Fréttablaðinu 29. janúar var greint frá óánægju móður með aðkomu þessa prests að dóttur hennar. Dóttirin skildi prestinn sem svo að hann gæti fjarlægt ör af sálinni ef börnin ræddu við hann. Í blaðinu var haft eftir Hans að hann hefði bent á ör á eigin höfði og sagt að hann gæti hlúð að sárum á sálinni. Því er hafið yfir vafa að presturinn lofar einhvers konar meðferð á sálmeinum þrátt fyrir að viðtöl við hann séu sögð stuðnings- en ekki meðferðarviðtöl. Það er ámælisvert og ófaglegt. Fólk gagnrýnir líka að presturinn kynnir þessa meðferð sína inni í bekkjum þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar skólastjóra og prests um hið gagnstæða. Í þessum bekkjum geta verið börn foreldra sem kæra sig ekkert um að boðberi boðandi kirkju sé að lokka börnin þeirra til sín með fagurgala. Um þetta þegir Halldór þunnu hljóði. Halldór hefur reyndar haft hljótt um sig síðan gagnrýni á Vinaleiðina hófst. Í upphafi reyndi hann að vísu að þræta fyrir að um trúboð væri að ræða og sagði kirkjuna gera skýran greinarmun á boðun og þjónustu. Síðan hefur verið bent á að yfirmaður Kristniboðssambandsins segir boðun umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Trúboð sé boðun trúar og vissulega stundi kirkjan trúboð hér heima með störfum sínum. Kirkjuþing segir Vinaleiðina eiga að miðla kristinni trú og kærleiksþjónustuna rekna samkvæmt Kristniboðsskipuninni („Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“). Í fálmkenndri tilraun til varnar gagnrýni á þetta trúboð voru samdar siðareglur Vinaleiðar þar sem fram kom að hún væri ekki trúarleg boðun. Nú hefur þetta ákvæði verið fjarlægt, svo lítið beri á, enda hef ég og nokkrir kirkjunnar menn bent á að það stenst engan veginn að boðun sé ekki hluti af kalli og störfum presta og djákna. Um þetta þegir Halldór líka. Aðalgagnrýnin felst þó í því að mismunun nemenda vegna trúarbragða er ólögleg og foreldrar og forráðamenn barna eiga skýlausan rétt samkvæmt alþjóðalögum á að ala þau upp samkvæmt hugmyndum sínum í trúmálum. Starf kirkjunnar gengur hins vegar út á forræðishyggju, að hafa vit fyrir almúganum því það sé honum fyrir bestu. Ekki orð um það frá Halldóri. Vinaleiðin var kynnt sem kristileg sálgæsla en nú keppast kirkjunnar menn við að sverja af sér trúarlega þáttinn. Samt segir biskup að sálgæsla snúist umfram allt um trú. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ég veit vel að Halldór þekkir vel til vinnubragða Hans enda var Hans í starfshópi sem Halldór skipaði til að skipuleggja sókn kirkjunnar inn í framhaldsskóla. Fyrirmyndin var Vinaleiðin í Mosfellsbæ og draumurinn að fá prest eða djákna í hvern skóla. Enginn getur þrætt fyrir að fyrirmyndin í Mosfellsbæ er grímulaust trúboð. Lokaorðin í erindi þessa starfshóps á prestaþingi voru: „Síðustu orð Jesú til lærisveinanna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú.“ Halldór og fleiri hafa haldið fram að gagnrýnendur Vinaleiðar misskilji fyrirbærið. Í stað þess að drepa málinu á dreif hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af fulltrúa fræðslusviðs biskupsstofu að hann fræði okkur nú um hvað felst í þessu herópi skósveina hans ef það er ekki trúboð. Halldór segir að gera verði „þá faglegu kröfu í orðræðu af þessu tagi að andstæðingi sé sýnd sanngirni og hvorki sé reynt að afbaka né bjaga málflutning hans en takast á við málstað hans með gildum rökum“. Halldóri væri hollt að fara eftir þessu sjálfur. Hann ætti að takast á við meginrökin gegn Vinaleiðinni en ekki reyna að gera persónu Hans Guðbergs að aðalatriði eða ímyndaðar árásir á hana. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Halldór Reynisson á fræðslusviði Biskupsstofu heldur því fram í Fréttablaðinu 8. febrúar að málflutningur gegn Vinaleiðinni sé „ófaglegur“. Ástæðan virðistvera sú að hann telur vegið ómaklega að sr. Hans Guðbergi, sem er fulltrúi trúfélags inni í grunnskólum. En persóna eða drengskapur þessa manns kemur málinu nákvæmlega ekkert við. Í Fréttablaðinu 29. janúar var greint frá óánægju móður með aðkomu þessa prests að dóttur hennar. Dóttirin skildi prestinn sem svo að hann gæti fjarlægt ör af sálinni ef börnin ræddu við hann. Í blaðinu var haft eftir Hans að hann hefði bent á ör á eigin höfði og sagt að hann gæti hlúð að sárum á sálinni. Því er hafið yfir vafa að presturinn lofar einhvers konar meðferð á sálmeinum þrátt fyrir að viðtöl við hann séu sögð stuðnings- en ekki meðferðarviðtöl. Það er ámælisvert og ófaglegt. Fólk gagnrýnir líka að presturinn kynnir þessa meðferð sína inni í bekkjum þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar skólastjóra og prests um hið gagnstæða. Í þessum bekkjum geta verið börn foreldra sem kæra sig ekkert um að boðberi boðandi kirkju sé að lokka börnin þeirra til sín með fagurgala. Um þetta þegir Halldór þunnu hljóði. Halldór hefur reyndar haft hljótt um sig síðan gagnrýni á Vinaleiðina hófst. Í upphafi reyndi hann að vísu að þræta fyrir að um trúboð væri að ræða og sagði kirkjuna gera skýran greinarmun á boðun og þjónustu. Síðan hefur verið bent á að yfirmaður Kristniboðssambandsins segir boðun umvefja og merkja allt starf kirkjunnar. Trúboð sé boðun trúar og vissulega stundi kirkjan trúboð hér heima með störfum sínum. Kirkjuþing segir Vinaleiðina eiga að miðla kristinni trú og kærleiksþjónustuna rekna samkvæmt Kristniboðsskipuninni („Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“). Í fálmkenndri tilraun til varnar gagnrýni á þetta trúboð voru samdar siðareglur Vinaleiðar þar sem fram kom að hún væri ekki trúarleg boðun. Nú hefur þetta ákvæði verið fjarlægt, svo lítið beri á, enda hef ég og nokkrir kirkjunnar menn bent á að það stenst engan veginn að boðun sé ekki hluti af kalli og störfum presta og djákna. Um þetta þegir Halldór líka. Aðalgagnrýnin felst þó í því að mismunun nemenda vegna trúarbragða er ólögleg og foreldrar og forráðamenn barna eiga skýlausan rétt samkvæmt alþjóðalögum á að ala þau upp samkvæmt hugmyndum sínum í trúmálum. Starf kirkjunnar gengur hins vegar út á forræðishyggju, að hafa vit fyrir almúganum því það sé honum fyrir bestu. Ekki orð um það frá Halldóri. Vinaleiðin var kynnt sem kristileg sálgæsla en nú keppast kirkjunnar menn við að sverja af sér trúarlega þáttinn. Samt segir biskup að sálgæsla snúist umfram allt um trú. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Ég veit vel að Halldór þekkir vel til vinnubragða Hans enda var Hans í starfshópi sem Halldór skipaði til að skipuleggja sókn kirkjunnar inn í framhaldsskóla. Fyrirmyndin var Vinaleiðin í Mosfellsbæ og draumurinn að fá prest eða djákna í hvern skóla. Enginn getur þrætt fyrir að fyrirmyndin í Mosfellsbæ er grímulaust trúboð. Lokaorðin í erindi þessa starfshóps á prestaþingi voru: „Síðustu orð Jesú til lærisveinanna voru: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum...“ Hlutverk kirkjunnar er skýrt, að fara með boðskap Jesú og fara að fordæmi Jesú.“ Halldór og fleiri hafa haldið fram að gagnrýnendur Vinaleiðar misskilji fyrirbærið. Í stað þess að drepa málinu á dreif hlýtur að vera hægt að ætlast til þess af fulltrúa fræðslusviðs biskupsstofu að hann fræði okkur nú um hvað felst í þessu herópi skósveina hans ef það er ekki trúboð. Halldór segir að gera verði „þá faglegu kröfu í orðræðu af þessu tagi að andstæðingi sé sýnd sanngirni og hvorki sé reynt að afbaka né bjaga málflutning hans en takast á við málstað hans með gildum rökum“. Halldóri væri hollt að fara eftir þessu sjálfur. Hann ætti að takast á við meginrökin gegn Vinaleiðinni en ekki reyna að gera persónu Hans Guðbergs að aðalatriði eða ímyndaðar árásir á hana. Höfundur er sálfræðingur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun