Lífið

Veitingastað lokað

Nýr veitingastaður Newman, The Dressing Room, varð fyrir miklu vatnstjóni.
Nýr veitingastaður Newman, The Dressing Room, varð fyrir miklu vatnstjóni.

Nýr veitingastaður leikarans Paul Newman, The Dressing Room, varð fyrir miklu vatnstjóni eftir að lagnir gáfu sig.

Slökkviliðsmenn voru kallaðir á staðinn og lak þá mikið vatn úr loftinu. „Við erum frekar pirraðir út af þessu,“ sagði meðeigandi staðarins Michel Nischan. „Þetta var komið á svo gott flug hjá okkur.“

Svo gæti farið að staðnum verði lokað í eina viku vegna skemmdanna. Staðurinn, sem hefur að geyma 128 sæti fyrir matargesti, var opnaður í október.

Newman, sem er 82 ára, á staðinn með Nischan. Hann hefur einnig getið sér gott orð í matvælaiðnaðinum m.a. fyrir örbylgjupopp sitt. Á meðal vinsælustu mynda hans í gegnum tíðina eru The Color of Money, Cool Hand Luke, Hud og Cat on a Hot Tin Roof.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.