Lífið

Sökuð um rasisma

Talsmaður hótelerfingjans segir Paris Hilton iðrast þess að hafa notað niðrandi orð um samkynhneigða og blökkumenn.
Talsmaður hótelerfingjans segir Paris Hilton iðrast þess að hafa notað niðrandi orð um samkynhneigða og blökkumenn. MYND/AP

Enn eitt sláandi myndband með Paris Hilton í aðalhlutverki hefur birst á netinu, en það er þó annars eðlis en myndböndin sem vakið hafa hvað mesta athygli á hótelerfingjanum.

Þetta sýnir systurnar Paris og Nicky Hilton þar sem þær tala niðrandi um gesti í einhverri af þeim ótal veislum sem þær hafa heiðrað með nærveru sinni undanfarin ár.

Systurnar nota niðrandi orð um samkynhneigðan félaga sinn, og í lok myndbandsins lætur Paris n-orðið falla af vörum sínum.

Formaður GLAAD, samtaka samkynhneigðra, Neil. G. Guiliano, er að vonum ekki sáttur við framferði systranna. Hann fer fram á að Paris biðjist opinberlega afsökunar.

Talsmaður hótelprinsessunnar sagðist ekki ætla að reyna að neita að atvikið hefði átt sér stað, en sagði Paris sjá eftir því. Hann benti á að allir hefðu einhvern tíma iðrast orða sinna, og að Paris hefði greinilega verið undir áhrifum áfengis þegar myndbandið var tekið upp. Engin opinber afsökunarbeiðni hefur borist úr herbúðum hótelerfingjans enn, en myndbandið ku hafa verið fjarlægt af netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.