Lífið

Hans J. Wegner er látinn

Nautið eftir Hans J. Wegner
Nautið eftir Hans J. Wegner

Einn virtasti húsgagnahönnuður Danmerkur, Hans J. Wegner, er látinn, 92 ára að aldri. Wegner var eitt af stóru nöfnunum í danskri húsgagnahönnun og var einkum þekktur fyrir stóla sína sem voru frábærlega byggðir og jafnfram byltingarkenndir í útliti.

Hann var af iðnaðarmönnum kominn, fæddist í Tønder 2. apríl 1914, sonur skósmiðs. Hann fór í snikkaranám fjórtán ára gamall en komst síðar til náms í Kunsthåndværkerskolen í Höfn. Ásamt þeim Børge Mogensen og Finn Juhl stóð hann á bak við gullöldina í danskri húsgagnahönnun.

Frá 1940 vann Wegner með sama smíðafyrirtækinu, Johannes Hansen, og þar voru unnir þekktustu stólar hans, Stóllinn, Jakkahvílan, Páfuglastóllinn, Nautsstóllinn og Y-stóllinn.

Talið er að miklu hafi munað um útrás danskrar hönnunar þegar þeir Kennedy og Nixon háðu sjónvarpseinvígið fræga. Þá voru stólar eftir Wegner valdir undir þá sem kallaðir voru Runde, en fengu eftir það nafnið Stóllinn. Það opnaði danskri húsgagnaframleiðslu veg inn á stóran markað.

Húsgögn hans eru mörg til hér á landi, sum afargömul eintök, sem þessi misserin fara á háu verði á uppboðum í heimalandi höfundarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.