Farsímafélög sameinast um leitarvél fyrir síma 7. febrúar 2007 05:45 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Orðrómur er uppi um að sjö farsímarisar í Evrópu og í Bandaríkjunum ætli að sameinast um að smíða leitarvél í farsímum af þriðju kynslóð í farsímatækni. Búist er við að vélin muni keppa við sambærilegar leitarvélar Google og Yahoo! Í vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph um síðustu helgi segir að fulltrúar breska farsímarisans Vodafone, franska farsímafélagsins Telecom, Telefonica á Spáni, sem sinnir jafnt innanlandsmarkaði og Suður-Ameríku, hins þýska Telekom, indverska farsímafélagsins Hutchison Whampoa, Telecom á Ítalíu auk bandaríska farsímafyrirtækisins Cingular ætli að hittast á leynilegum fundi á hinni árlegu farsímaráðstefnu, sem hefst í Barcelona á Spáni á mánudag í næstu viku. Helsta ástæðan fyrir samvinnunni mun vera sú að tryggja afkomu farsímafélaganna í framtíðinni en fyrirtækin hafa þurft að horfa upp á lægri tekjur vegna lækkunar á farsímagjöldum þrátt fyrir að farsímanotendum hafi fjölgað ár frá ári. Þá er jafnframt horft til þess að farsímanotkun muni taka stórt stökk á næstu árum, ekki síst með aukinni útbreiðslu þriðju kynslóðarinnar í farsímatækni. Blaðið segir áætlanir standa til að um tuttugu prósent farsímanotenda í Bretlandi muni hafa aðgang að háhraðatengineti undir lok þess árs. Með auknum hraða verði meiri eftirspurn eftir leitarvélum í farsímum líkum þeim sem er fyrir á netinu, að sögn blaðsins. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver næstu skref farsímafyrirtækjanna verða. Þá er í gildi samningur á milli nokkurra af fyrirtækjunum, meðal annars Vodafone og Hutchison við Google um innbyggðar leitarvélar í farsímum fyrirtækjanna. Leitarvélin í símunum er ekki að fullu virk en reiknað er með að af því verði síðar á þessu ári. Óvíst er hvort fyrirtækin muni rifta samningum við Google í kjölfarið eður ei. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Orðrómur er uppi um að sjö farsímarisar í Evrópu og í Bandaríkjunum ætli að sameinast um að smíða leitarvél í farsímum af þriðju kynslóð í farsímatækni. Búist er við að vélin muni keppa við sambærilegar leitarvélar Google og Yahoo! Í vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph um síðustu helgi segir að fulltrúar breska farsímarisans Vodafone, franska farsímafélagsins Telecom, Telefonica á Spáni, sem sinnir jafnt innanlandsmarkaði og Suður-Ameríku, hins þýska Telekom, indverska farsímafélagsins Hutchison Whampoa, Telecom á Ítalíu auk bandaríska farsímafyrirtækisins Cingular ætli að hittast á leynilegum fundi á hinni árlegu farsímaráðstefnu, sem hefst í Barcelona á Spáni á mánudag í næstu viku. Helsta ástæðan fyrir samvinnunni mun vera sú að tryggja afkomu farsímafélaganna í framtíðinni en fyrirtækin hafa þurft að horfa upp á lægri tekjur vegna lækkunar á farsímagjöldum þrátt fyrir að farsímanotendum hafi fjölgað ár frá ári. Þá er jafnframt horft til þess að farsímanotkun muni taka stórt stökk á næstu árum, ekki síst með aukinni útbreiðslu þriðju kynslóðarinnar í farsímatækni. Blaðið segir áætlanir standa til að um tuttugu prósent farsímanotenda í Bretlandi muni hafa aðgang að háhraðatengineti undir lok þess árs. Með auknum hraða verði meiri eftirspurn eftir leitarvélum í farsímum líkum þeim sem er fyrir á netinu, að sögn blaðsins. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hver næstu skref farsímafyrirtækjanna verða. Þá er í gildi samningur á milli nokkurra af fyrirtækjunum, meðal annars Vodafone og Hutchison við Google um innbyggðar leitarvélar í farsímum fyrirtækjanna. Leitarvélin í símunum er ekki að fullu virk en reiknað er með að af því verði síðar á þessu ári. Óvíst er hvort fyrirtækin muni rifta samningum við Google í kjölfarið eður ei.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira