Lífið

Nýjustu fræði

Stefán Pálsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur annað kvöld þar sem hann gerir upp síðasta jólabókaflóð með sérstakri áherslu á fræðirit, kennslubækur eða bækur almenns efnis.

Fyrirlesturinn er í boði Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Hann verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð. Áður en Stefán hefur mál sitt mun Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur í ReykjavíkurAkademíunni flytja stutta hugvekju um stöðu fræðirita og fræðiritahöfunda.

Hagþenkir veitir í ár sem endranær Viðurkenningu Hagþenkis, sem fellur í skaut fræðirita- eða kennslugagnahöfundi eða höfundum. Síðastliðinn miðvikudag var kynntur listi tíu framúrskarandi fræðirita sem koma til greina við veitingu Viðurkenningarinnar en 28. febrúar verður tilkynnt hver hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis að þessu sinni.

Dagskráin í ReykjavíkurAkademíunni hefst kl. 20 annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.