Lífið

Júníformklæði rokseljast

Birta Björnsdóttir. Eftir að Ragnhildur Steinunn klæddist fatnaði frá Birtu Björnsdóttur í Júníform tæmdist búðin.
Birta Björnsdóttir. Eftir að Ragnhildur Steinunn klæddist fatnaði frá Birtu Björnsdóttur í Júníform tæmdist búðin. MYND/Brink

„Þetta er smá ástand, svona jákvætt vandamál," sagði Birta Björnsdóttir, fatahönnuðurinn að baki Júníform, innt eftir gangi mála í búðinni á Hverfisgötunni. Eftir að Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnti Söngvakeppni sjónvarpsins í fatnaði frá Júníform varð sprengja í eftirspurn eftir fötum frá merkinu.

 

tískufyrirmynd Ragnhildur Steinunn leggur línurnar í fatnaði frá Júníform. MYND/Valli

„Búðin tæmdist á föstudaginn. Það var ein flík eftir, svo ég þurfti að loka. Það verður lokað fram á fimmtudag, því við þurfum að byggja upp smá lager," sagði Birta kát. „Við höfum verið að hringja á saumastofur í dag og gera ráðstafanir. Við erum bara tvær og gerum þetta allt hérna. Nú þurfum við liðsauka," sagði Birta, sem hefur ekki upplifað aðra eins sprengju áður. „Nei, guð minn almáttugur. Þetta er algjört met, þetta var bara eins og Þorláksmessa hjá okkur á föstudaginn," sagði hún hlæjandi.

Samstarf Júníform og Ragnhildar Steinunnar hófst þegar Birta saumaði á hana þrjá kjóla fyrir afhendingu Edduverðlaunanna á síðasta ári. „Hún álpaðist hérna inn og var að leita að einhverjum kjól, svo ég saumaði á hana á tveimur dögum," sagði Birta, en henni þykir gaman að klæða fegurðardrottninguna fyrrverandi. „Hún er alveg rosalega flott stelpa og gaman að vinna með henni," sagði Birta. „Hún er náttúrlega tísku-fyrirmynd, fólk tekur eftir henni og fötunum sem hún er í," bætti hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.