Lífið

Má ekki heita Diddy

Rapparinn má ekki lengur heita P Diddy.
Rapparinn má ekki lengur heita P Diddy.

Dómstólar í Bretlandi hafa beðið rapparann Sean Combs um að fjarlægja listamannsnafnið P Diddy af netinu. Rapparinn náði samkomulagi á síðasta ári við Richard „Diddy“ Dearlove um að hætta að nota nafnið P Diddy í Bretlandi.

Síðan þá hefur Combs breytt tveimur heimasíðum sínum en aðrar síður með nafninu P Diddy eru enn í gangi, þar á meðal á MySpace og YouTube. Hefur Combs neitað því að láta breyta þeim þar sem hann ráði ekki yfir síðunum.

Dearlove er þekktastur fyrir endurhljóðblöndun sína á lagi Blondie, Atomic. Hann hefur komið fram undir nafninu Diddy frá árinu 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.