Lífið

Tíska fyrir fyrirsætur

Naomi Campbell finnst leik- og söngkonur troða fyrirsætum um tær og vill að þær haldi sig til hlés.
Naomi Campbell finnst leik- og söngkonur troða fyrirsætum um tær og vill að þær haldi sig til hlés. MYND/Reuters
Fræga fólkið má fara að vara sig. Fyrirsætunni skapmiklu Naomi Campbell finnst leik- og söngkonur vera farnar að troða fyrirsætum um tær og er ekki ánægð með þróunina. Hún segir þær vilja troða sér inn í heim fyrirsætanna og stela af þeim forsíðum tímarita, sem þær eigi ekkert með.

Naomi þykir hæfilegt að fræga fólkið sitji í fremstu röðum á tískusýningum, en nær en svo eigi það ekki að komast tískuheiminum. Hann sé vettvangur fyrirsæta á borð við hana sjálfa og Giselle Bündchen, sem fröken Campbell finnst vera eina ofurfyrirsæta dagsins í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.