Lífið

Óvíst hvort Washington haldi áfram

Isaiah Washington
Isaiah Washington

Framtíð Isaiah Washington í þættinum Gray‘s Anatomy er enn óráðin eftir að hann kallaði mótleikara sinn T.R. Knight „hommatitt“ í tvígang. Leikarinn reynir nú hvað hann getur til að komast aftur í náðina hjá framleiðendum þáttanna og hefur leitað sér hjálpar.

Washington mætti ekki á verðlaunahátíð bandaríska kvikmyndaleikarasambandsins á sunnudagskvöld þar sem félagar hans hirtu til sín verðlaun í flokki besta leikhóps. Mótleikkona hans, Chandra Wilson, lýsti yfir stuðningi við Washington í þakkarræðu sinni en aðrir úr þættinum sýndu lítinn vott um hlýhug, Katherine Heigl gaf meðal annars í skyn að framleiðendur þáttanna ættu að banna honum að tala opinberlega. „Ég veit ekki betur en að hann sé að leita sér hjálpar,“ sagði hún. „Ég veit ekki hvenær hann snýr aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.