Lífið

Lohan fælir fíklana frá

Sambýlingur Lohan á Wonderland-meðferðarheimilinu segir leikkonuna reyna að bjarga andliti sínu á meðan aðrir vilji bjarga lífi sínu.
Sambýlingur Lohan á Wonderland-meðferðarheimilinu segir leikkonuna reyna að bjarga andliti sínu á meðan aðrir vilji bjarga lífi sínu. MYND/Getty

Lindsay Lohan er ekki vinsæl meðal annarra íbúa á Wonderland meðferðarheimilinu þar sem hún hefur dvalist að undanförnu. Leikkonan skráði sig sjálf inn á meðferðarheimilið 17. janúar síðastliðinn, þar sem henni fannst tími til kominn að takast á við drykkjuvandamál sín.

Síðan þá hafa nokkrir sambýlingar hennar hætt meðferð, þar sem þeir segja Wonderland vera orðið að algerum brandara.

Frá því að leikkonan kom til Wonderland hefur hún veitt blaðamönnum viðtöl í gegnum síma, yfirgefið heimilið til að mæta í tökur á nýjustu mynd sinni og farið í verslunarleiðangra á Rodeo Drive. Einn þeirra sem hafa flúið heimilið segir: „Á meðan ég er að reyna að bjarga lífi mínu, er hún að reyna að bjarga andliti sínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.