iPhone boðar byltingu 11. janúar 2007 12:00 Steingrímur árnason telur ekki ólíklegt að iPhone komi til með að kosta um 50 þúsund krónur hér á landi þegar hann kemur á markað í árslok. MYND/Anton Miklar vonir eru bundnar við nýja iPhone-símann frá Apple sem sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3-spilara í eitt tæki, sem býr þar að auki yfir þráðlausri internettengingu. Bylting í fjarskiptatækni, segir þróunarstjóri Apple á Íslandi. Lengi hefur verið beðið eftir tæki sem sameinar síma, tónhlöðu, myndspilara og lófatölvu í eitt og ef marka má Steve Jobs, forstjóra Apple, er framtíðin komin með iPhone. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri Apple á Íslandi, segir að það sé ekki orðum aukið. „Þetta er alhliða samskiptatæki eins og úr framtíðarkvikmyndum. Það er fyrst og fremst verið að höfða til þeirra sem nota stóru iPod-ana og símann í fleira en samtöl." Steingrímur segir að nútímamaðurinn þurfi í síauknum mæli að hafa internettengingu við höndina og farsímar hafi ekki leyst það vel, það sé bæði dýrt og kosti fyrirhöfn. „Nú verður breyting á því. iPhone verður keyrður áfram með stýrikerfinu okkar þannig að þetta er ekki takmarkað apparat. Þá er hann með þráðlausa nettengingu þannig að fólk getur farið á kaffihús og skoðað vísi.is eða kíkt á tölvupóstinn." Áður hefur verið reynt að þróa tæki sem átti að leysa önnur af hólmi, meðal annars gaf Apple út lófatölvu um árið en hafði ekki erindi sem erfiði. „Það er fyrst núna sem tæknin er orðin raunhæf," segir Steingrímur. „Þetta er ekki tilraunakennt tæki heldur hefur það verið lengi í þróun. Það óvenjulega við það er að það er miklu minna en tæknilegustu símar frá öðrum fyrirtækjum, þeir eru eins og múrsteinar í samanburði. Þetta er vissulega bylting." iPhone fer á markað í Bandaríkjunum í júní og kostar 500 til 600 dollara þar ytra, það er 36 til 43 þúsund krónur. Síminn verður fáanlegur á Íslandi í árslok en Steingrímur segir erfitt að segja til um verðið að svo stöddu. „En það er ekki ólíklegt að það verði í námunda við 50 þúsund krónur." Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Miklar vonir eru bundnar við nýja iPhone-símann frá Apple sem sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3-spilara í eitt tæki, sem býr þar að auki yfir þráðlausri internettengingu. Bylting í fjarskiptatækni, segir þróunarstjóri Apple á Íslandi. Lengi hefur verið beðið eftir tæki sem sameinar síma, tónhlöðu, myndspilara og lófatölvu í eitt og ef marka má Steve Jobs, forstjóra Apple, er framtíðin komin með iPhone. Steingrímur Árnason, þróunarstjóri Apple á Íslandi, segir að það sé ekki orðum aukið. „Þetta er alhliða samskiptatæki eins og úr framtíðarkvikmyndum. Það er fyrst og fremst verið að höfða til þeirra sem nota stóru iPod-ana og símann í fleira en samtöl." Steingrímur segir að nútímamaðurinn þurfi í síauknum mæli að hafa internettengingu við höndina og farsímar hafi ekki leyst það vel, það sé bæði dýrt og kosti fyrirhöfn. „Nú verður breyting á því. iPhone verður keyrður áfram með stýrikerfinu okkar þannig að þetta er ekki takmarkað apparat. Þá er hann með þráðlausa nettengingu þannig að fólk getur farið á kaffihús og skoðað vísi.is eða kíkt á tölvupóstinn." Áður hefur verið reynt að þróa tæki sem átti að leysa önnur af hólmi, meðal annars gaf Apple út lófatölvu um árið en hafði ekki erindi sem erfiði. „Það er fyrst núna sem tæknin er orðin raunhæf," segir Steingrímur. „Þetta er ekki tilraunakennt tæki heldur hefur það verið lengi í þróun. Það óvenjulega við það er að það er miklu minna en tæknilegustu símar frá öðrum fyrirtækjum, þeir eru eins og múrsteinar í samanburði. Þetta er vissulega bylting." iPhone fer á markað í Bandaríkjunum í júní og kostar 500 til 600 dollara þar ytra, það er 36 til 43 þúsund krónur. Síminn verður fáanlegur á Íslandi í árslok en Steingrímur segir erfitt að segja til um verðið að svo stöddu. „En það er ekki ólíklegt að það verði í námunda við 50 þúsund krónur."
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira