Lífið

Uppgjör ársins 2006

Ólafur Páll Gunnarsson er maðurinn á bak við Rokkland 2006.
fréttablaðið/gva
Ólafur Páll Gunnarsson er maðurinn á bak við Rokkland 2006. fréttablaðið/gva

Sjötta platan í Rokklands-seríunni, Rokkland 2006, kemur út á mánudag. Þetta er fyrsta útgáfa Senu á árinu 2007.

Rokklands-plöturnar eru hugsaðar sem nokkurs konar framlenging útvarpsþáttarins Rokkland sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 óslitið síðan 1995. Hingað til hafa plöturnar komið út fyrir jólin en nú var ákveðið að breyta af vananum. „Við ákváðum að hafa þetta sem fyrstu útgáfu ársins. Það er lógískt að gera þetta svona.

Nú er árið búið og þetta er uppgjör eftir það,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, umsjónarmaður Rokklands, sem sér um lagaval og samsetningu platnanna. Andrea Jónsdóttir aðstoðaði hann við textaskrif í veglegum bæklingi sem fylgir með auk þess sem þeir Arnar Eggert Thoroddsen og Ágúst Bogason komu þeim lítillega til aðstoðar.

Á fyrri plötunni eru nokkur af bestu lögum síðasta árs að mati Óla Palla, þar á meðal Crystal Ball með Keane, Young Folks með Peter, Bjorn & John og White Tiger með Pétri Ben. Á þeirri síðari eru nokkur af bestu lögum tíunda áratugarins, þar á meðal Teardrop með Massive Attack, Black Hole Sun með Soundgarden og Ný batterí með Sigur Rós.

Upphaldslag Ólafs á plötunum er Exodus með færeysku rokksveitinni 200. „Það er frábært lag sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, algjör hittari. Það er eins og blanda af AC/DC og Purrki Pillnikk,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.