Misskilningur um fátækt 4. janúar 2007 06:00 Í umræðu um fátækt fyrir jólin og í grein Hannesar H. Gissurarsonar í Fréttablaðinu hinn 29. desember hefur gætt grundvallarmisskilnings um eðli mælinga á fátækt og tekjuójöfnuði. Þannig segir t.d. HHG í grein sinni eftirfarandi: „Fátækt … hafði aukist, af því að Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus voru orðnir miklu ríkari …“ HHG og nokkrir stjórnmálamenn, sem hafa tjáð sig um málið, virðast telja að ef einstaka auðmenn flytji til eða frá landinu, eða ef tekjur þeirra hækki mikið, þá gjörbreytist allar niðurstöður um tekjuskiptingu og fátækt. Tekjur auðmannanna vegi svo þungt í meðaltalinu sem fátækt er reiknuð út frá. Þetta er hins vegar alrangt. Í þeirri alþjóðlegu aðferðafræði sem byggt er á við mælingar á tekjudreifingu og fátækt á Vesturlöndum eru slík áhrif fárra auðmanna á heildarniðurstöðurnar yfirleitt útilokuð. Meðal annars er í stað venjulegs meðaltals (e: mean) notað miðgildi tekna (e: median). Miðgildi tekna eru þær tekjur sem eru í miðju tekjustigans, þ.e. þar sem jafn margir hafa tekjur fyrir ofan og fyrir neðan viðkomandi tekjur. Út frá slíku miðgildi er reiknað hlutfall fátækra en ekki út frá venjulegu meðaltali. Upphæðir hæstu teknanna skipta því venjulega ekki máli fyrir slíkar mælingar, né heldur hvort einstaka auðmenn flytja sig til eða frá landinu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um barnafátækt á Íslandi, sem kynnt var fyrir jólin, kom skýrt fram að þar var einmitt byggt á miðgildi tekna. Það er því rangt að segja að sú barnafátækt sem sérfræðingar forsætisráðuneytisins mældu sé tilkomin vegna þess að einstaka auðmenn séu svo ríkir eða að ríkidæmi þeirra hafi aukist. Að sama skapi eru ýmsar fullyrðingar HHG um tekjuójöfnuð rangar vegna sambærilegs misskilnings á aðferðafræði tekjurannsókna. Þetta leiðréttist hér með. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um fátækt fyrir jólin og í grein Hannesar H. Gissurarsonar í Fréttablaðinu hinn 29. desember hefur gætt grundvallarmisskilnings um eðli mælinga á fátækt og tekjuójöfnuði. Þannig segir t.d. HHG í grein sinni eftirfarandi: „Fátækt … hafði aukist, af því að Björgólfur Guðmundsson og Jóhannes í Bónus voru orðnir miklu ríkari …“ HHG og nokkrir stjórnmálamenn, sem hafa tjáð sig um málið, virðast telja að ef einstaka auðmenn flytji til eða frá landinu, eða ef tekjur þeirra hækki mikið, þá gjörbreytist allar niðurstöður um tekjuskiptingu og fátækt. Tekjur auðmannanna vegi svo þungt í meðaltalinu sem fátækt er reiknuð út frá. Þetta er hins vegar alrangt. Í þeirri alþjóðlegu aðferðafræði sem byggt er á við mælingar á tekjudreifingu og fátækt á Vesturlöndum eru slík áhrif fárra auðmanna á heildarniðurstöðurnar yfirleitt útilokuð. Meðal annars er í stað venjulegs meðaltals (e: mean) notað miðgildi tekna (e: median). Miðgildi tekna eru þær tekjur sem eru í miðju tekjustigans, þ.e. þar sem jafn margir hafa tekjur fyrir ofan og fyrir neðan viðkomandi tekjur. Út frá slíku miðgildi er reiknað hlutfall fátækra en ekki út frá venjulegu meðaltali. Upphæðir hæstu teknanna skipta því venjulega ekki máli fyrir slíkar mælingar, né heldur hvort einstaka auðmenn flytja sig til eða frá landinu. Í skýrslu forsætisráðuneytisins um barnafátækt á Íslandi, sem kynnt var fyrir jólin, kom skýrt fram að þar var einmitt byggt á miðgildi tekna. Það er því rangt að segja að sú barnafátækt sem sérfræðingar forsætisráðuneytisins mældu sé tilkomin vegna þess að einstaka auðmenn séu svo ríkir eða að ríkidæmi þeirra hafi aukist. Að sama skapi eru ýmsar fullyrðingar HHG um tekjuójöfnuð rangar vegna sambærilegs misskilnings á aðferðafræði tekjurannsókna. Þetta leiðréttist hér með. Höfundur er prófessor.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun