Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra undirritaði þjónustusamning við AE starfsendurhæfingu á föstudag. Samningurinn gengur út á að AE geri úttekt á þjónustu við geðfatlaða.
„Með samningnum er stuðlað að því að geðfatlaðir fái notið sín sem fullgildir borgarar samfélagsins samkvæmt stefnumótun og framkvæmdaáætlun átaks ráðuneytisins 2006-2010 í þjónustu við geðfatlaða,“ segir Magnús Stefánsson.
Samningurinn gildir á árunum 2007-2008 og felur meðal annars í sér að AE tekur að sér gerð fræðsluefnis um þjónustu fyrir geðfatlaða.