Lífið

Óttaðist að meiða Judi

Cate Blanchett óttaðist að hún myndi vinna Judi Dench mein í slagsmálaatriði í myndinni Notes on a Scandal. Í atriðinu skellir Blanchett hinni 72 ára gömlu Dench upp við vegg.

„Ég var dauðhrædd við að meiða hana en hún var með litla brynju á bakinu til að verja sig. Það var mikill léttir þegar tökum var lokið og við fórum og fengum okkur kampavín en þá vorum við skyndilega beðnar að taka atriðið upp aftur." Fyrir frammistöðu sína í myndinni er Blanchett tilnefnd til Golden Globe-verðlauna í flokki aukahlutverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.