Lífið

Petty ekki á leiðinni að hætta

Rokkarinn Tom Petty átti gott ár í fyrra og vonast eftir öðru góðu í ár.
Rokkarinn Tom Petty átti gott ár í fyrra og vonast eftir öðru góðu í ár. MYND/Getty

Hinn virti rokkari Tom Petty ætlar alls ekki að setjast í helgan stein, þrátt fyrir að fréttir þess efnis hafi víða birst á síðasta ári. Tímaritið Rolling Stone fullyrti til að mynda í júlí að Petty ætlaði að gefa rokkið upp á bátinn, en hann þvertekur fyrir það.

Petty segir að árið 2006 hafi verið eitt besta ár hans á ferlinum til þessa og hann búist við að velgengnin haldi áfram í ár. „Maður veit aldrei hvernig hlutirnir atvikast, ég átti allavega ekki von á því að þetta ár yrði svo gott,“ sagði Petty í viðtali við LA Times. „Það er aldrei að vita nema þetta ár verði betra.“

Petty og hljómsveit hans, The Heartbreakers, hlutu nýlega tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna fyrir eftirminnilega plötu sína sem kom út í fyrra, Highway Companion. 30 ára afmælistónleikaferð þeirra sló í gegn og uppselt var á alla tónleikana. Þegar þeir héldu tónleika í heimabænum, Gainesville, var Petty afhentur lykill að borginni.

Á þessu ári er svo von á heimildarmynd um Tom Petty og The Heartbreakers. Leikstjóri myndarinnar er Peter Bogdanovich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.