Lífið

Hurley í hnapphelduna

Liz Hurley Gengur í hjónaband í mars á næsta ári.
Liz Hurley Gengur í hjónaband í mars á næsta ári. MYND/Getty

Elizabeth Hurley ætlar að giftast kærastanum sínum í mars á næsta ári. Áætlað er að brúðkaup verði haldin bæði í Englandi og á Indlandi. Kærasti Hurley er viðskiptamógúllinn Arun Nayar og hafa þau beðið vini og ættingja að taka ákveðinn dag frá í mars-mánuði.

Hermt er að hjónavígslan sjálf fari fram 3. mars í Englandi en henni verði svo fagnað með nokkurra daga veislu á Indlandi. „Með því að láta fólk vita með svo góðum fyrirvara er klárt mál að þau ætla að fá alla frægu vini sína til að mæta,“ sagði heimildarmaður Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.