Erlent

Hamas-samtökunum spáð góðu gengi í þingkosningum

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar.
Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. MYND/AP

Liðsmenn í öryggissveitum Palestínumanna greiddu atkvæði utan kjörfundar í palestínsku þingkosningunum í dag, þriðja daginn í röð. Almenningur gengur að kjörborðinu á miðvikudag.

Frambjóðendur hafa boðað til funda með stuðningsmönnum sínum á Vesturbakkanum og Gasaströndinni í kvöld en þar með lýkur kosningabaráttunni.

Abbas, forseti Palestínumanna, hvatti í gær alla kosningabæra Palestínumenn til að greiða atkvæði. Búist er við að Hamas-samtökin verði leiðandi afl í palestínskum stjórnmálum eftir kosningarnar og er þeim spá 31% atkvæða.

Ísraelsmenn hafa hingað til hafnað öllum viðræðum við Palestínumenn ef Hamas-samtökin hafa komið að þeim. Bandaríkjamenn hafa stutt Fatah-hreyfingu Abbas forseta og óttast árangur Hamas-samtakanna á kjördag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×