Innlent

Mikið um hraðakstur

Mynd/Hari

Mikið hefur verið um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík síðasta sólarhring. Alls hafa 54 ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur og þar af reyndust 38 þeirra hafa ekið á yfir 100 kílómetra hraða á stofnbrautum. Fíkniefni fundust auk þess í bíl hjá einum ökumanni og þá fannst talsvert magn af fíkniefnum á heimili mannsins. Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir að tala í farsíma og nota ekki handfrjálsan búnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×