Innlent

Hægri leyniþjónusta

Leyniþjónustan sem starfrækt var hérlendis á fimmta til áttunda áratug síðustu aldar, var að öllum líkindum leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins, ekki stjórnvalda hverju sinni, segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Hann dregur til að mynda mjög í efa að Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað um starfsemina á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.

Mikil umræða hefur spunnist um starfsemi öryggis- eða leyniþjónustu innan íslensku lögreglunnar, sem á að hafa njósnað um ákveðna stjórnmálamenn og aðra sem taldir voru geta ógnað þjóðaröryggi. Þetta er allt rakið í grein Þórs Whitehead í tímaritinu Þjóðmál sem kom út nýverið. En þá vaknar sú spurning hvernig málum hafi verið háttað þegar vinstri stjórnir voru við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×