Alls sóttu fimmtán þúsund manns kvikmyndahátíðina IIFF sem er nýlokið. Stóð hátíðin yfir í þrjár vikur í Regnboganum og Háskólabíói.
Kvikmyndin Volver, í leikstjórn Spánverjans Pedro Almodovar, var vinsælasta mynd hátíðarinnar. Í öðru sæti var heimildarmyndin An Inconvenient Truth með fyrrum forsetaframbjóðandann Al Gore fremstan í flokki og í því þriðja var Factotum, þar sem Matt Dillon fer með aðalhlutverkið.
15 þúsund á IIFF
