Sport

Sóknarboltinn í fyrirrúmi

Micheal Carrick verður væntanlega í eldlínunni með Manchester United á Amsterdam mótinu.
Micheal Carrick verður væntanlega í eldlínunni með Manchester United á Amsterdam mótinu. MYND/AP

Hið árlega Amsterdam mót, sem knattspyrnuliðið Ajax heldur í Hollandi, verður um Verslunarmannahelgina. Það eru evrópsku stórliðin Manchester United, Inter Milan og Porto sem taka þátt, auk Ajax. Leiknir verða fjórir leikir á mótinu og verða þeir allir í beinni á Sýn. Liðin fá stig fyrir hvert mark og því verður sóknarleikurinn í hávegum hafður.

Mótið hefur sérstöðu vegna þess að ekki aðeins fást stig fyrir sigur og jafntefli, heldur fyrir hvert skorað mark einnig. Vegna þess er sóknarboltinn settur í fyrirrúm og liðin keppast við að skora sem flest mörk.

Hvert lið leikur tvo leiki fyrri á föstudaginn og seinni á laugardaginn. Allir leikirnir verða í beinni á Sýn. Leikirnir og sýningartími þeirra er sem hér segir:

Föstudaginn 4. ágúst

Man. Utd. - Porto kl. 16:50

Ajax - Inter kl. 19:00

Lagardaginn 5. ágúst

Porto - Inter kl. 16:50

Man. Utd. - Ajax kl. 19:00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×