Lífið

Eva slösuð

Eva Longoria slasaðist á tökustað Aðþrengdra eiginkvenna á fimmtudaginn. Eva var á leið út úr hjólhýsi sínu þegar hún missti fótanna með þeim afleiðingum að rifbein hennar mörðust illa. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en var komin aftur á tökustað og í vinnu innan örfárra klukkutíma.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjarnan slasast við vinnu sína, því hún fékk ljósabúnað í höfuðið á síðasta ári. Eva hefur þó kærasta sinn, körfuboltastjörnuna Tony Parker, til að styðjast við, en hann neitaði nýlega sögusögnum um að þau væru hætt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.