Lífið

Leikarar pæla í Sólarferð

Leikarahópur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi stefnir næstu vikur inn á spennandi og óþekkt svið í nýju verkefni sem hann kalla Dogma.
Leikarahópur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi stefnir næstu vikur inn á spennandi og óþekkt svið í nýju verkefni sem hann kalla Dogma.

Leikarahópur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi stefnir næstu vikur inn á spennandi og óþekkt svið í nýju verkefni sem hann kalla Dogma.

Með heitinu er vísað til kenningasmíða sem fastar eru í sessi, en hópur leikara fer næstu fjórar vikur í vinnu með starfsaðferðir sínar og vana. Tilgangurinn er að endurskoða föst vinnukerfi, grandskoða aðferðir og finna nýjar. Í lok tímabilsins verður efnt til opinberra sýninga á vinnu hópsins.

„Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," sagði Steinunn Knútsdóttir, dramatúrg Leikfélagsins. „ Þetta er tilraun. Við vitum ekkert hvað gerist, ekki heldur hvar árangur af vinnu hópsins verður fluttur fyrir almenning þegar þar að kemur."

Hópinn skipa Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Friðrik Friðriksson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Orri Huginn Ágústson, Sóley Elíasdóttir, Valur Freyr Einarsson, en Eggert Þorleifsson og Marta Nordal hafa tekið að sér að „bounca" hópinn, koma með viðbrögð við því sem gerist í vinnunni.

Í tilrauninni er skorað á leikarann að vinna án leikstjórnar, leikmyndahönnuðar eða búningahönnuðar. Hópurinn valdi sér sem viðfangsefni Sólarferð eftir Guðmund Steinsson sem naut mikilla vinsælda á áttunda áratugnum. Þótti við hæfi að takast á við íslenskt verk en betra að ráðast í texta sem hafði farið í gegnum frumsýningu.

Í þeirri oft hröðu vinnu sem leikarar leggja á sig við að tileinka sér hlutverk vaknar oft hjá þeim þörf fyrir að brjóta upp vanann og leita nýrra leiða og ferskra vinda. Síðar í vetur hyggst LR taka leikstjóra sína í svipað verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.