Lífið

Verða þéttir og kynþokkafullir

Islands. Sendu frá sér plötuna Return to the Sea fyrr á árinu en þar er að finna eitt það besta sem komið hefur út lengi í framsæknu poppi.
Islands. Sendu frá sér plötuna Return to the Sea fyrr á árinu en þar er að finna eitt það besta sem komið hefur út lengi í framsæknu poppi.

Viðtal við kanadísku hljómsveitina Islands birtist á síðum Fréttablaðsins og á Vísi í júlí. Steinþór Helgi Arnsteinsson hitti þá nokkra meðlimi sveitarinnar í Münster í Þýskalandi og ræddi við þá um komu hljómsveitarinar á Airwaves. Steinþór hafði aftur samband við Nick Diamonds, aðalspíru sveitarinnar, núna þegar innan við tvær vikur eru í að Airwaves hefjist.

Í fyrstu lá beinast við að spyrja Nick hvað hljómsveitin og hann hefðu aðhafst síðan í Münster. „Ég ánetjaðist krakki en hætti síðan í því og svo byrjaði ég með Jessicu Simpson, æi, bara þetta venjulega," svarar Diamonds afar blíðlega. Hljómsveitin hefur verið á tónleikaferðalagi nær allt árið og eftir Airwaves tekur við önnur mjög þétt dagskrá. „Þetta er brjálæði, sérstaklega þar sem við erum nýkomin úr ferðalagi um Evrópu en þetta kemur hljómsveitinni á framfæri," segir Nick þreytulega.

Ný plata að ári
höfuðpaurinn Nick Diamonds á tónleikum Islands í Münster sem fóru fram í júlí.fréttablaðið/steinþór

Hljómsveitin hefur þó ekki setið auðum höndum á tónleikaferðlaginu heldur er hún nú komin með heilan helling af nýjum lögum fyrir plötu sem Nick segir að komi líklegast út um haustið. „Upptökur eru ekki hafnar en við erum að setja saman dagskrá. Við ætlum að taka upp plötuna sjálf (í fyrra viðtalinu nefndi Nick menn eins og Jeff Lynne úr ELO, Phil Spector og Kurt Cobain sem óskaupptökustjóra) en fá hins vegar með okkur mjög hæfileikaríka hljóðmenn."

Nick efast ekki um að nýja platan verði betri en sú fyrsta. „Nýja platan verður þyngri á alla vegu og rokkaðri. Við viljum gera bestu plötu sem við mögulega getum gert," útskýrir Nick og bætir við að innblásturinn sé allt og ekkert.

Hatar ekki athyglinaÍ Münster lofaði Nick því að ofgera ekki hljómsveitinni fyrir Íslandsförina, en Nick hefur stundum þótt einum of atorkusamur í tengslum við tónlist sína. „Ég er samt búinn að reka einn meðlim, nei, ég er að grínast. Við erum þó orðin sex (voru áður sjö) vegna þess að við misstum fallegasta meðlim okkar, Kate, í nám. En í staðinn fæ ég meiri athygli," segir Nick sem greinlega hatar ekki athygli. „Nei, ég dýrka hana." Ætlar að skoða nýja tónlist og leita að álfumEftir svona langt og mikið ferðalag hlýtur Nick að geta lofað frábærri tónleikaupplifun. „Nei, við munum sökka. Nei, nei, við erum að verða mun einbeittari sem hljómsveit og skipulagðari. Á Íslandi verðum við bæði þéttir og kynþokkafullir." Hljómsveitin fær einnig ágætis frí á Íslandi og ætlar Nick að nýta það vel. „Mig langar að leita eftir álfum í skóginum, fara í þyrlu upp að jökli og síðan að ríða á hesti inn í sólarlagið." Nick ætlar einnig að skoða íslenskt tónlistarlíf. „Ég vil ekki hanga í baði á hótelinu og taka endalaust af kóki í nösina allan tímann. Ég vil frekar hlusta á nýja tónlist og leita að álfum."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.