Franski tískuhönnuðurinn og frumkvöðullinn Jean Paul Gaultier fagnar 30 ára hönnunarafmæli sínu á þessu ári. Þessum tímamótum gerði Gaultier skil áður en tískusýning hans fyrir vor/sumar 2007 hófst á tískuvikunni í París á dögunum.
Gaultier ákvað að hverfa aftur til fyrri tíðar þar sem hann notaðist við gömul snið og færðu þau í nýjan búning. Oddhvössu brjóstin sem Madonna gerði fræg hér um árið, röndótta sjóliðaþemað og tjullpilsin vöknuðu aftur tl lífsins enda hefur Gaultier haft mikil áhrif á tískuna undanfarin 30 ár.