Lífið

Endurútgefin mynd

Hljómsveitin Nirvana hætti störfum árið 1994 þegar Kurt Cobain framdi sjálfsvíg.
Hljómsveitin Nirvana hætti störfum árið 1994 þegar Kurt Cobain framdi sjálfsvíg.

Tónlistarmyndin Live! Tonight! Sold Out! með rokksveitinni Nirvana verður gefin út á DVD-mynddiski í fyrsta sinn þann 7. nóvember. Myndin kom upphaflega út á VHS-myndbandi fyrir tólf árum og hafa því margir beðið eftir því að hún kæmi út á DVD.

Söngvarinn sálugi Kurt Cobain átti hugmyndina að myndinni. Vildi hann að hún fangaði skjóta frægð Nirvana en ekki náðist að klára myndina fyrr en eftir að Cobain framdi sjálfsvíg árið 1994.

Í myndinni eru upptökur frá tónleikum Nirvana frá árunum 1991-1992 til að fylgja eftir plötunni Nevermind. Á meðal laga eru Breed, Drain You, Dive, Aneurysm og Smells Like Teen Spirit. Einnig verður eitthvað um aukaefni sem ekki var á VHS-útgáfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.