Óttast er að fjölmargir hafi farist þegar bílsprengja sprakk nálægt helgidómi sjía-múslima í borginni Najaf í Írak í morgun.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hverjir bera ábyrgð á árásinni eða hversu margir hafa fallið en vitni segjast hafa séð minnst 10 lík á vettvangi.