Erlent

Kennari særðist í áhlaupi

MYND/AP

Að minnsta kosti 7 Palestínumenn voru handteknir og 2 særðust þegar Ísraelsher gerði áhlaup á hús í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Annar þeirra sem særðust er kennara sem var á leið til vinnu sinnar þegar áhlaupið var gert.

Hermenn umkringdu húsið en þeir voru á ferð í jeppum og stórvirkum vinnuvélum. Ísrelsher hefur síðustu misseri ítrekað gert áhlaup á borgir og þorp á Vesturbakkanum í leit að herskáum Palestínumönnum sem sagðir eru bera ábyrgð á árásum á ísraelsk skotmörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×