Erlent

Fuglaflensa komin til Skotlands

Mynd/Stefán

Fuglaflensan er komin til Skotlands. Veira af H5 stofni greindist í dauðum svani þar í gær. Halldór Runólfsson Yfirdýralæknir segir að ef veiran sé af stofninum H5N1 verði viðbúnaðarstig hér á landi hækkað í stig tvö. Frekari niðurstaðna væri að vænta frá Skotlandi strax í dag. Flestir farfuglar sem verpa á Íslandi, koma við í Skotlandi á leið sinni hingað til lands. Því hefur verið ályktað að fuglaflensan greinist ekki hér fyrr en hún hefur fyrst fundist á Bretlandseyjum. Ef H5N1 greinist í Skotlandi má segja að síðasta vígið sé fallið og fuglaflensan sé líklega á leiðinni til Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×