Lífið

K-Fed heimtar fullt forræði

Allt stefnir í hatramma forræðisdeilu Britneyjar og Kevins yfir börnunum þeirra tveimur.
Allt stefnir í hatramma forræðisdeilu Britneyjar og Kevins yfir börnunum þeirra tveimur.

Kevin Federline, fráfarandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur farið fram á fullt forræði yfir sonum þeirra tveim og ber við að Britney sé ekki fær um að annast þá.

Eldri drengurinn er rúmlega ársgamall og sá yngri ekki nema tveggja mánaða. Federline, eða K-Fed eins og hann kallar sig, fór fram á forræðið yfir þeim degi eftir að Britney sótti um skilnað fyrr í mánuðinum. Fjölmiðlar hafa fjallað um nokkur afglöp Britney í móðurhlutverki og þykir líklegt að Kevin muni færa sér það í nyt. Fyrr á árinu sást til dæmis til hennar undir stýri með eldri son sinn í fanginu auk þess sem myndir náðust af henni þar sem bílstóll barnsins sneri í öfuga átt.

Sumir segja að Kevin hafi það eitt í huga að komast í buddu söngkonunnar en lögmaður hans segir það af og frá. „Þetta snýst aðeins um velferð barnanna og Kevin er tilbúinn að ganga alla leið til að hún verði tryggð," segir hann.

Fyrir á Kevin tvö börn og að sögn barnsmóður hans greiðir hann ekkert meðlag fyrir utan skólagjöld í einkaskóla. Afi Britney, June Austin Spears, hefur tjáð sig um málið í fjölmiðla og segir að Kevin sé rekinn áfram af græðgi. „Af hverju sóttist hann ekki eftir forræði yfir hinum börnunum? Það er bara vegna þess að ólíkt Britney er móðir þeirra ekki rík."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.