Lífið

Ætlar líka að ættleiða stelpu

Madonna Vill nú ættleiða stúlkubarn líka og segir að gagnrýni breskra fjölmiðla fari fyrir brjóstið á henni.
Madonna Vill nú ættleiða stúlkubarn líka og segir að gagnrýni breskra fjölmiðla fari fyrir brjóstið á henni.

Söngkonan Madonna hefur nú svarað fyrir gagnrýni fjölmiðla á ættleiðingu sinni en hún ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví sem kom til Bretlands í vikunni.

Fjölmiðlar hafa hjakkað mikið á því að tilgangur ættleiðingarinnar sé aðeins að fá athygli og herma eftir Angelinu Jolie sem hefur ættleitt tvö börn. Einnig er Madonna sökuð um að hafa brotið lög í ættleiðingarferli sínu. Madonna segir að gagnrýnin fari fyrir brjóstið á henni og hún hafi aðeins viljað bjarga þessum unga dreng frá fátækt og eymd og stækka fjölskyldu sína og að engin lög hafi verið brotin við það.

Einnig segist hún vilja ættleiða unga telpu sem var á sama munaðarleysingjahæli og drengurinn. „Þegar stúlkan horfði á mig með sorgmæddum augum fékk ég sting í hjartað og ég verð að fara og sækja hana líka," segir bjargvætturinn Madonna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.